HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ
HAGSMUNASAMTÖK FASTEIGNAEIGENDA

Ertu félagsmaður?

Skráðu þig inn hér til að nálgast kennslumyndbönd, greinar og bóka viðtal við lögfræðing

Fréttir & fróðleikur

Húsó 100 ára, erindi

Komið öll fagnandi og velkomin til þessa hátíðarfundar.   Sérstaklega fagna ég heiðursgesti okkar Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra en félagið og húseigendur eiga henni mikið að þakka. Mér var ungum

Starfsemi félagsins er þríþætt.

01. Almenn hagsmunagæsla og réttarbætur

Húseigendafélagið er fyrst og fremst almenn hagsmunasamtök fasteignaeigenda hér á landi og gegnir í því efni mjög mikilvægu hlutverki og hefur á 90 ára starfsferli haft veruleg áhrif þeim til framdráttar og staðið dyggan vörð um hagsmuni þeirra. Hagsmunagæsla- og barátta fyrir félagsmenn og fasteignaeigendur yfirleitt snýr einkum gagnvart stjórnvöldum, t.d. í löggjafar- og skattamálum. 

hús

02. Almenn fræðslustarfsemi og upplýsingamiðlun

Félagið veitir félagsmönnum fræðslu, ráðgjöf og aðstoð. Félagið býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fasteignalögfræði, ekki síst varðandi fjöleignarhús, húsaleigu og fasteignakaup. Hjá Húseigendafélaginu starfa sex sérfræðingar í fjöleignar- og fasteignarmálum, þar af eru 4 lögfræðingar. Félagsmenn geta fengið svör við almennum spurningum í síma 588-9567 og á netfangið postur@huso.is. Húseigendafélagið er upplýsingasjóður og fróðleiksbanki sem hefur að geyma fjölda lögfræðilegra greina sem félagsmenn geta fengið endurgjaldslaust. Greinar þessar eru skrifaðar ýmist af formanni Húseigendafélagsins og/eða lögfræðingum félagsins.

03. Lögfræði og húsfundarþjónusta

Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Lögfræðiþjónustan hefur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi. Fyrir lögfræðiþjónustuna er tekin þóknun samkvæmt tímagjaldi, sem er verulega lægra en hjá sjálfstætt starfandi lögmönnum. Félagsmenn í félaginu fá verulega niðurgreidda lögfræðiþjónustu og er félagsgjaldið mjög fljótt að skila sér til baka með niðurgreiðslunni og það oft margfalt.

hús-11

Hagnýtir hlekkir & fyrirspurnir

Póstlisti húseigendafélagsins