HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ
HAGSMUNASAMTÖK FASTEIGNAEIGENDA
Ertu félagsmaður?
Skráðu þig inn hér til að nálgast kennslumyndbönd, greinar og bóka viðtal við lögfræðing
Fréttir & fróðleikur

Kynjahljóð
Annað veifið koma til kasta Húseigendafélagsins klögumál vegna kynlífsóhljóða í fjölbýlishúsum. Fólk spyr hver sé réttur þess þegar um þverbak keyrir. Oft er í húsum heyrandi nær. Það er margt

Ný byggingarlöggjöf í Bretlandi
Í viðskiptablaði Morgunblaðsins birtist nýverið grein eftir Magnús Ingvar Magnússon um nýja byggingarlöggjöf í Bretlandi. Tilefni greinarinnar er ráðstefna sem nýlega var haldin um „fúsk“ í byggingariðnaði. Í greininni eru

Varúð í viðskiptum – Skrúðklæði – Jónsbók
Sigurður Helgi Guðjónsson birti nýlega grein á Vísi um það hvað helst beri að varast í viðskiptum hvers konar. Greinina má sjá hér að neðan. Húseigendur hafa gjarnan
Starfsemi félagsins er þríþætt.
01. Almenn hagsmunagæsla og réttarbætur
Húseigendafélagið er fyrst og fremst almenn hagsmunasamtök fasteignaeigenda hér á landi og gegnir í því efni mjög mikilvægu hlutverki og hefur á 90 ára starfsferli haft veruleg áhrif þeim til framdráttar og staðið dyggan vörð um hagsmuni þeirra. Hagsmunagæsla- og barátta fyrir félagsmenn og fasteignaeigendur yfirleitt snýr einkum gagnvart stjórnvöldum, t.d. í löggjafar- og skattamálum.


02. Almenn fræðslustarfsemi og upplýsingamiðlun
Félagið veitir félagsmönnum fræðslu, ráðgjöf og aðstoð. Félagið býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fasteignalögfræði, ekki síst varðandi fjöleignarhús, húsaleigu og fasteignakaup. Hjá Húseigendafélaginu starfa sex sérfræðingar í fjöleignar- og fasteignarmálum, þar af eru 4 lögfræðingar. Félagsmenn geta fengið svör við almennum spurningum í síma 588-9567 og á netfangið postur@huso.is. Húseigendafélagið er upplýsingasjóður og fróðleiksbanki sem hefur að geyma fjölda lögfræðilegra greina sem félagsmenn geta fengið endurgjaldslaust. Greinar þessar eru skrifaðar ýmist af formanni Húseigendafélagsins og/eða lögfræðingum félagsins.
03. Lögfræði og húsfundarþjónusta
Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Lögfræðiþjónustan hefur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi. Fyrir lögfræðiþjónustuna er tekin þóknun samkvæmt tímagjaldi, sem er verulega lægra en hjá sjálfstætt starfandi lögmönnum. Félagsmenn í félaginu fá verulega niðurgreidda lögfræðiþjónustu og er félagsgjaldið mjög fljótt að skila sér til baka með niðurgreiðslunni og það oft margfalt.
