Aðalfundur Húseigendafélagsins 28. apríl – Framboð til stjórnar

Framboð til stjórnar

Húseigendafélagins

á aðalfundi þess

 fimmtudaginn 28. apríl 2022.

_________________

Svo sem boðið er í samþykktum félagsins verða tveir kosnir í aðalstjórn félagsins til 2ja ára, formaður er  kjörinn til eins árs og þrír í varastjórn til eins árs.
Frambjóðendur:
Eftirtalin hafa boðið sig fram til þeirra embætta sem hér að neðan greinir:
 
Til formennsku í eitt ár:    Sigurður Helgi Guðjónsson.
 
Í  aðalstjórn til 2ja ára:     Svava Gunnarsdóttir og Ásta Ágústsdóttir.
Í  varastjórn til eins árs:   Gestur Magnússon (1. varamaður).
                                                    Þórhildur Katrín Stefánsdóttir (2. varamaður).
                                                    Harpa Helgadottir (3. varamaður).
 
_______________________________________
Ofangreind framboð voru kunngerð á stjórnarfundi hinn 12. apríl s.l. og tilkynnt skrifstofu Húseigendafélagsins miðvikudaginn 20. apríl s.l.  Er það staðfest af framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra félagsins.
 
Samkvæmt lokamálsgrein 9. gr. samþykkta félagsins er lágmarks fyrirvari eða frestur tilkynninga um framboð til stjórnar 4 virkir dagar fyrir aðalfund.
 
Þar sem fleiri framboð hafa ekki borist og ofangreindur frestur er liðinn verður ekki kosið til stjórnar á aðalfundinum og teljast ofangreindir frambjóðendur því og þá sjálfkjörnir.
 
Verður stjórn félagsins því óbreytt næsta starfsárið. 

Fleiri fréttir

Öfganna á milli á húsnæðismarkaði

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, ritaði á dögunum grein í Vísi um umræðuna sem verið hefur um húsnæðismarkaðinn á síðustu árum. Greinina má sjá hér að neðan.   Öfganna á

Gallar og afhendingardráttur á nýjum fasteignum

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins birti nýverið grein á Vísi um áhrif þess þegar galli finnst á nýbyggingum eða þegar afhendingardráttur verður á þeim. Greinina má sjá hér að neðan.

Fasteignakaup á hlaupum.

Grein eftir Arnar Vilhjálm Arnarsson, lögmann og eiganda Bótamál.is, birt í viðskiptamogganum þann 3. ágúst 2022. Síðastliðið ár hefur fasteignamarkaður einkennst af svonefndum seljendamarkaði, þar sem margir áhugasamir kaupendur bítast