Endurskoðun á lögum nr. 40/2002 um fasteignakaup

Á dögunum var samþykkt á Alþingi þingályktun um ástandskýrslur fasteigna sem felur í sér endurskoðun á lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015 og lögum um fasteignakaup, nr. 40/2002.

 

Ályktunin snýr í stuttu máli að því að endurskoða lögin með það markmið að leiðarljósi að ástandskýrslur fylgi söluyfirlitum allra fasteigna sem ætlaðar eru til íbúðar ásamt því að gera það að beinni lagaskyldu að eigendur fasteigna haldi viðhaldsdagbók sem sé færð rafrænt undir fastanúmer eignar. Muni breytingar þessar ná í gegn mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stöðu, ábyrgð og verkefni fasteignasala við kynningu og sölu fasteigna.

 

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur því skipað starfshóp til að móta tillögur til breytinga á viðeigandi lögum. Í starfshópnum er Tinna Andrésdóttir lögfræðingur Húseigendafélagsins ásamt Gizuri Bergsteinssyni, Kolbrúnu Örnu Villadsen, Friðriki Á. Ólafssyni, Hannesi Steindórssyni og Sóldísi Rósu Símonardóttur. 

Fleiri fréttir

Fagnaðarfundur – Húseigendafélagið 100 ára.

Húseigendafélagið á sér langa tilvist og sögu, sem spannar nú heila öld. Það var stofnað árið 1923 og hefur starfað óslitið síðan. Upphaflega var félagið málsvari leigusala en það hefur

Garðsláttur. Að vera eða ekki vera grasasni.

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess  að ráðast til atlögu við það  með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert