
Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins standa að fræðslufundi fyrir fasteignaeigendur sem eru að huga að framkvæmdum. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 7. apríl kl. 10.30 til 12.00 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Auk þess er hægt að fylgjast með fundinum í streymi. Á fundinum verður farið yfir réttan undirbúning og þau rauðu flögg sem ber að varast í framkvæmdum.
Markmið fundarins er að fræða fasteignareigendur, og aðra sem hafa áhuga á, um eðlilegan framgang viðhaldsverkefna, val á verktaka og verksamninga svo að samskipti verði skilvirkari og verkin árangursmeiri.
Dagskrá fundar:
Ákvarðanataka fjöleignarhúsa
Elísa Arnarsdóttir, lögfræðingur og markaðsfulltrúi hjá Húseigendafélagið.
Rafmagnsöryggi á heimilum
Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur á Öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Brunavarnir á heimilum
Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur á Brunavarnasviði hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Eftirlit með fagaðilum í mannvirkjagerð
Jón Freyr Sigurðsson, teymisstjóri á Öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Eftirlit með byggingarvörum
Þórunn Sigurðardóttir, sérfræðingur á Öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Ráðleggingar fagmanna og góður undirbúningur
Bjartmar Steinn Guðjónsson og Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjórar hjá Samtök iðnaðarins.