Félagsaðild

Fasteignir eru grundvallarauður þjóðarinnar og eru eigendur þeirra að stærstum hluta einstaklingar. Miklir hagsmunir eru bundnar þeim og er það markmið Húseigendafélagsins að tryggja þær og verja. Síðan stofnun þess árið 1923 hefur tilgangur félagsins að standa vörð um eignaréttinn og stuðla að því að réttarstaða eigenda þeirra sé ávallt sem best og tryggust, bæði í bráð og lengd, gagnvart stjórnvöldum og öðrum. Hagsmunabarátta félagsins hefur einkum beinst að því að löggjöf um fasteignir sé sem best úr garði gerð og að skattar og gjöld vegna þeirra séu ekki úr hófi.

Félagið veitir félagsmönnum fræðslu, ráðgjöf og aðstoð. Félagið býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fasteignalögfræði, ekki síst varðandi fjöleignarhús, húsaleigu og fasteignakaup. Þá er löggjöf á þeim sviðum afrakstur af ötulli hagsmunabaráttu félagsins. Hin sérhæfða lögfræðiþjónusta félagsins er einskorðuð við félagsmenn og þóknun fyrir hana er a.m.k. helmingi lægri en gengur og gerist á lögfræðistofum.

Húseigendafélagið stendur alfarið á eigin fótum, þiggur enga styrki og er óháð í hagsmunabaráttunni sem og öðru. Hagsmunabarátta og þjónusta félagsins byggist á og vex í samræmi við fjölda félagsmanna. Þeir standa alfarið undir starfsemi félagsins. Tryggð þeirra er forsenda þess að hægt sé að veita öfluga almenna ráðgjöf og niðurgreidda lögfræðiþjónustu.

Innifalið í félagsaðild einstaklinga/fyrirtækja

  • Ráðgjöf og svör við almennum fyrirspurnum á postur@huso.is og í síma 588-9567.
  • Aðgangur að innra svæði www.huso.is þar sem finna má kennslumyndbönd, greinasafn og panta tíma hjá lögfræðingi.
  • Aðgangur að niðurgreiddri lögfræðiþjónustu. 
  • Aðgangur að námskeiðum Húseigendafélagsins.

Innifalið í félagsaðild húsfélaga

  • Aðgangur að húsfundaþjónustu.
  • Lagaleg hraðþjónusta. Stjórn húsfélaga getur fengið símaviðtal við lögfræðing félagsins samdægurs eða næsta virka dag.
  • Þegar húsfélag gengur í félagið öðlast allir eigendur sjálfstæða félagsaðild og geta fengið:
    • svör við almennum fyrirspurnum á postur@huso.is og í síma 588-9567.
    • aðgang að innra svæði www.huso.is þar sem finna má kennslumyndbönd, greinasafnog panta tíma hjá lögfræðingi.  
    • aðgang að niðurgreiddri lögfræðiþjónustu.
    • aðgang að námskeiðum Húseigendafélagsins.