Félag fasteignaeigenda
Húseigendafélagið er fyrst og fremst almenn hagsmunasamtök fasteignaeigenda hér á landi og geggnir í því efni mjög mikilvægu hlutverki.

Ertu félagsmaður?
Skráðu þig inn hér til að nálgast kennslumyndbönd, greinar og bóka viðtal við lögfræðing
Starfsemi húseigendafélagsins er þríþætt.
01. Almenn hagsmunagæsla
Húseigendafélagið er fyrst og fremst almenn hagsmunasamtök fasteigna- eigenda hér á landi og gegnir í því efni mjög mikilvægu hlutverki og hefur á 90 ára starfsferli haft veruleg áhrif þeim til framdráttar og staðið dyggan vörð um hagsmuni þeirra. Hagsmunagæsla- og barátta fyrir félagsmenn og fasteignaeigendur yfirleitt snýr einkum gagnvart stjórnvöldum, t.d. í löggjafar- og skattamálum.


02. Almenn fræðslustarfsemi
Á skrifstofu félagsins að Síðumúla 29, fá félagsmenn upplýsingar, gögn og ráðgjöf um hvaðeina sem snertir eignir þeirra og hagsmuni. Þangað geta félagsmenn komið eða hringt og fengið úrlausn sinna mála. Á skrifstofunni eru fyrirliggjandi margvísleg gögn og upplýsingar, s.s. lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og fræðsluefni af ýmsu tagi. Húseigendafélagið er upplýsingasjóður og fróðleiksbanki sem hefur að geyma fjölda lögfræðilegra greina sem félagsmenn geta fengið endurgjaldslaust. Greinar þessar eru skrifaðar ýmist af formanni Húseigendafélagsins og lögfræðingum félagsins.
03. Ráðgjöf og þjónusta
Um áratugaskeið hefur Húseigendafélagið rekið sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem snerta fasteignir og eigendur þeirra. Endurgjaldið sem félagsmenn greiða fyrir lögfræðiþjónustuna er verulega lægra en sjálfstætt starfandi lögmenn taka fyrir sambærilega þjónustu.

Fréttir & fróðleikur

Staða húseigenda vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss við Grindavík
Ófremdarástand hefur ríkt í Grindavík síðustu daga líkt og flestir landsmenn kannast eflaust við. Þann 10. nóvember sl. tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum þá ákvörðun, í samráði við Almannavarnir, að rýma

Húsó 100 ára, erindi
Komið öll fagnandi og velkomin til þessa hátíðarfundar. Sérstaklega fagna ég heiðursgesti okkar Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra en félagið og húseigendur eiga henni mikið að þakka. Mér var ungum

Kona dæmd til að selja íbúð sína vegna umgangs úr undirheimum
Í gær féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness þar sem konu var gert að flytja af heimili sínu, taka með sér allt sem henni tilheyrir og selja eignarhluti sína í umræddu

100 ára afmæli Húseigendafélagsins!
Við þökkum kærlega fyrir gott afmæli og þeim sem sáu sér fært að mæta í vetrarblíðunni! Húseigendafélagið stendur áfram vörð um hagsmuni fasteignaeigenda. Hafðu samband við okkur í síma 588-9567

Fagnaðarfundur – Húseigendafélagið 100 ára.
Húseigendafélagið á sér langa tilvist og sögu, sem spannar nú heila öld. Það var stofnað árið 1923 og hefur starfað óslitið síðan. Upphaflega var félagið málsvari leigusala en það hefur
Umsögn Húseigendafélagsins um drög að frumvarpi til breytinga á húsaleigulögum nr. 36/1994.
Húseigendafélagið hefur tekið til umsagnar ofangreind drög að frumvarpi, sem birt voru á samráðsgátt stjórnvalda þann 19. júlí sl. Félagið telur þessi frumvarpsdrög skaðleg og ekki á vetur setjandi og
Hagnýtir hlekkir & fyrirspurnir
Hagnýtir hlekkir
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1