Félag fasteignaeigenda
Húseigendafélagið er fyrst og fremst almenn hagsmunasamtök fasteignaeigenda hér á landi og geggnir í því efni mjög mikilvægu hlutverki.

Ertu félagsmaður?
Skráðu þig inn hér til að nálgast kennslumyndbönd, greinar og bóka viðtal við lögfræðing
Starfsemi húseigendafélagsins er þríþætt.
01. Almenn hagsmunagæsla
Húseigendafélagið er fyrst og fremst almenn hagsmunasamtök fasteigna- eigenda hér á landi og gegnir í því efni mjög mikilvægu hlutverki og hefur á 90 ára starfsferli haft veruleg áhrif þeim til framdráttar og staðið dyggan vörð um hagsmuni þeirra. Hagsmunagæsla- og barátta fyrir félagsmenn og fasteignaeigendur yfirleitt snýr einkum gagnvart stjórnvöldum, t.d. í löggjafar- og skattamálum.


02. Almenn fræðslustarfsemi
Á skrifstofu félagsins að Síðumúla 29, fá félagsmenn upplýsingar, gögn og ráðgjöf um hvaðeina sem snertir eignir þeirra og hagsmuni. Þangað geta félagsmenn komið eða hringt og fengið úrlausn sinna mála. Á skrifstofunni eru fyrirliggjandi margvísleg gögn og upplýsingar, s.s. lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og fræðsluefni af ýmsu tagi. Húseigendafélagið er upplýsingasjóður og fróðleiksbanki sem hefur að geyma fjölda lögfræðilegra greina sem félagsmenn geta fengið endurgjaldslaust. Greinar þessar eru skrifaðar ýmist af formanni Húseigendafélagsins og lögfræðingum félagsins.
03. Ráðgjöf og þjónusta
Um áratugaskeið hefur Húseigendafélagið rekið sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem snerta fasteignir og eigendur þeirra. Endurgjaldið sem félagsmenn greiða fyrir lögfræðiþjónustuna er verulega lægra en sjálfstætt starfandi lögmenn taka fyrir sambærilega þjónustu.

Fréttir & fróðleikur

Kynjahljóð
Annað veifið koma til kasta Húseigendafélagsins klögumál vegna kynlífsóhljóða í fjölbýlishúsum. Fólk spyr hver sé réttur þess þegar um þverbak keyrir. Oft er í húsum heyrandi nær. Það er margt

Ný byggingarlöggjöf í Bretlandi
Í viðskiptablaði Morgunblaðsins birtist nýverið grein eftir Magnús Ingvar Magnússon um nýja byggingarlöggjöf í Bretlandi. Tilefni greinarinnar er ráðstefna sem nýlega var haldin um „fúsk“ í byggingariðnaði. Í greininni eru

Varúð í viðskiptum – Skrúðklæði – Jónsbók
Sigurður Helgi Guðjónsson birti nýlega grein á Vísi um það hvað helst beri að varast í viðskiptum hvers konar. Greinina má sjá hér að neðan. Húseigendur hafa gjarnan

Um bótaábyrgð vegna hálku- og snjóslysa við fjöleignarhús
Húseigendafélagið hefur á undanförnum vikum fengið fjölmargar fyrirspurnir um bótaábyrgð vegna snjóslysa. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, sá því tilefni til þess að fjalla nánar um málið. Hann ritaði greinarkorn
Er svalahurð á jarðhæð sérinngangur inn í íbúð?
Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar

Endurskoðun á lögum nr. 40/2002 um fasteignakaup
Á dögunum var samþykkt á Alþingi þingályktun um ástandskýrslur fasteigna sem felur í sér endurskoðun á lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015 og lögum um fasteignakaup, nr. 40/2002.
Hagnýtir hlekkir & fyrirspurnir
Hagnýtir hlekkir
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1
- List Item #1