Ágætu félagsmenn,
Stjórn og starfsfólk Húseigendafélagsins óskar ykkur gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári. Framundan eru allnokkrar nýjungar hjá félaginu til að auka þjónustuna við félagsmenn. Í lok janúar fer ný heimasíða í loftið með m.a. námskeiðum, kennslumyndböndum og uppfærðu greinasafni.
Ný gjaldskrá tekur gildi frá og með 1. janúar 2021. Félagsgjald fyrir einstaklinga er óbreytt frá fyrra ári en félagsgjöld fyrir húsfélög breytast ýmist til lækkunar eða hækkunar. Minnt er á að allir eigendur fasteigna í húsfélagi sem er félagsmaður í Húseigendafélaginu, eru einnig félagsmenn og geta þeir því sótt um aðgang að innra svæði heimasíðu okkar og nýtt sér að öðru leyti þjónustu félagsins.
Í ljósi tilmæla heilbrigðisyfirvalda vegna Covid-19 veirunnar verður móttaka Húseigendafélagsins áfram lokuð til 20. janúar nk. Svarað verður í síma 588-9567 mánudaga til fimmtudaga kl. 10-14 og föstudaga kl. 10-12. Áríðandi skilaboð má setja í bréfalúguna eða senda í tölvupósti á postur@huso.is