Hæstiréttur taldi að upplýsingum hefði verið leynt

Í nýuppkveðnum dómi Hæstaréttar var talið að seljendur hefðu leynt upplýsingum um nágranna sem þeir vissu um og máttu vita að kaupandi hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að hann fengi enda hefðu upplýsingarnar verið til þess fallnar að hafa áhrif á efni kaupsamnings.

Í málinu var fjallað um það hvort seljendur hefðu við sölu íbúðar sinnar í fjöleignarhúsi vanrækt upplýsingaskyldu sína um samskiptavanda íbúa í húsinu þannig að galli teldist á fasteign í skilningi laga um fasteignakaup. Í kaupsamningnum var ákvæði um að kaupanda væri kunnugt um samskiptavanda seljanda og eins eiganda í húsinu en kaupandinn fékk ekki alla söguna, til að mynda nefndu seljendur ekki líkamsárás sem hefði átt sér stað eða málarekstur sem húsfélagið hafði staðið í gagnvart nágrannanum. Í dóminum var talið að samskiptavandi íbúa í fjöleignarhúsi sem ekki væri nægjanlega upplýst um gæti talist til galla á fasteign og sagði dómurinn um þetta: 

Við mat á efnislegu inntaki upplýsingaskyldu seljanda fasteignar verður að líta til þess að orðalag 26. gr. laga nr. 40/2002 er rúmt að því leyti að seljanda ber að upplýsa kaupanda um atriði sem áhrif geta haft á ákvörðun hans um kaup á fasteign og efni tilboðs þar um. Breyta ákvæði laganna um aðgæsluskyldu kaupanda því ekki, sbr. 3. mgr. 29. gr. þeirra, og stendur skylda seljanda óhögguð ef vafi rís um hverjar upplýsingar hafa verið veittar við sölu.

Af þessu má sjá að upplýsingaskylda seljenda við sölu er mjög rík og að nágrannaerjur geta talist einhverskonar gallar á fasteign, sérstaklega ef ekki er sagt frá þeim með fullnægjandi hætti. Dóminn má nálgast hér í heild sinni.

 

Elísa Arnarsdóttir, lögfræðingur.

 

 

Fleiri fréttir

Öfganna á milli á húsnæðismarkaði

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, ritaði á dögunum grein í Vísi um umræðuna sem verið hefur um húsnæðismarkaðinn á síðustu árum. Greinina má sjá hér að neðan.   Öfganna á

Gallar og afhendingardráttur á nýjum fasteignum

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins birti nýverið grein á Vísi um áhrif þess þegar galli finnst á nýbyggingum eða þegar afhendingardráttur verður á þeim. Greinina má sjá hér að neðan.

Fasteignakaup á hlaupum.

Grein eftir Arnar Vilhjálm Arnarsson, lögmann og eiganda Bótamál.is, birt í viðskiptamogganum þann 3. ágúst 2022. Síðastliðið ár hefur fasteignamarkaður einkennst af svonefndum seljendamarkaði, þar sem margir áhugasamir kaupendur bítast