Hraðþjónusta húsfélaga

Stjórn húsfélaga sem eru félagsmenn hjá Húseigendafélaginu býðst nú að hringja í lögfræðing Húseigendafélagsins til að fá svör við spurningum er varða hagsmuni húsfélags. Þjónustan er innifalin í félagsgjaldi húsfélaga.

„Það er létt að gera rétt“ en getur reynst erfiðara að leiðrétta það sem afvega fór. Þjónustan er fyrst og fremst hugsuð sem fyrirbyggjandi lögfræðiþjónusta fyrir húsfélög þar sem hagsmunir margra eru undir. Hér væri t.d. hægt að fá leiðbeiningar um hvernig eigi að gera rétt í upphafi og/eða fá staðfestingu á því sem verið er að gera. Vinsamlegast hafið samband í síma 588-9567 til að panta viðtal. Leitast er við að svara öllum í síðasta lagi næsta virka dag, yfirleitt er hringt fyrir hádegi.

Ef málefni þarfnast frekari skoðunar, bréfaskrifta, gagnarýningar eða þess háttar verður mælt með að pantaður sé almennur viðtalstími hjá lögfræðingi, sjá nánar hér.