Í gegnum tíðina hefur Húseigendafélagið útbúið marga leigusamninga og tekið að sér ófá leigumál. Sum enda með sátt en önnur fara alla leið í útburð fyrir dómi og sýslumanns.
Lögfræðingar Húseigendafélagsins munu í þessu námskeiði fara yfir gerð húsaleigusamninga og ábyrgð og skyldur þeirra sem gangast undir slíkra samniga. Í fyrra hlutanum mun Elísa Arnarsdóttir fara skref fyrir skref yfir atriði sem huga þarf að við samningsgerðina. Í seinni hlutanum mun Sigurður Orri Hafþórsson fara yfir ábyrgð og skyldur leigusala og leigutaka og hvernig eigi að bregðast við ef vanefndir koma upp.
Námskeiðið er aðeins fyrir félagsmenn og fer fram á teams miðvikudaginn 8. september nk. frá kl. 14:00 – 15:30. Þátttakendur þurfa að skrá sig hér og fá sendan hlekk á námskeiðið um morgunin sama dag og það fer fram. Námskeiðið verður tekið upp og stefnt er að því að setja það á heimasíðuna við fyrsta tækifæri.