Húsbílar og rafmagnstaugar til hleðslu

Kærunefnd húsamála komst í nýlegu áliti sínu að því að óheimilt væri að leggja húsbíl á sameiginlegu bílastæði. Þá tók hún afstöðu til rafmagnskapla sem notaðir voru til að hlaða húsbílinn og lögmæti þeirra.

Varðandi húsbílinn vísaði nefndin til þess að í húsreglum húsfélagsins var kveðið á um notkun sameiginlegra bílastæða og að fram kæmi í þeim að:

Á bílastæði hússins má alls ekki geyma óskráða eða ónýta bíla og eru bílastæði hússins ekki ætluð sem geymsla fyrir ökutæki, vagna eða annað. Bílastæði eru helguð bílum í venjulegri notkun. Óheimilt er að láta ökutæki, kerrur og annað standa út fyrir stærðarmerkingar og skaga inn á önnur stæði og gangstéttir.

Hún taldi húsreglurnar málefnalegar og eðlilegar að þessu leyti. M.a. með vísan til þessa taldi hún óheimilt að leggja húsbílinn í sameiginlegt bílastæði.

Annað atriði sem er áhugavert í niðurstöðu hennar er að hún fjallar um rafmagnkapla sem voru notaðir til að hlaða húsbílinn. Í þeim málum taldi hún blátt bann við hleðslu bílsins ekki í samræmi við fjöleignarhúsalögin en taldi rétt að setja því skorður með málefnalegum reglum, þ.e. hleðslutíma og atriði varðandi frágang að hleðslu lokinni.

Álitið má nálgast í heild hér.

Fleiri fréttir

Húsó 100 ára, erindi

Komið öll fagnandi og velkomin til þessa hátíðarfundar.   Sérstaklega fagna ég heiðursgesti okkar Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra en félagið og húseigendur eiga henni mikið að þakka. Mér var ungum