Húsfundir fyrir smærri húsfélög – ný þjónusta.

Húseigendafélagið býður húsfélögum með 12 eignarhlutum og færri upp á stjórnun aðalfundar og ritun fundargerðar á hagstæðum kjörum.

Þjónustan felst í því að Húseigendafélagið útbýr fundarboðið og aðstoðar við boðun. Reyndur fundarstjóri stýrir fundinum af kostgæfni og gætir að því að fundurinn verði málefnalegur og skilvirkur. Í fundarboðinu verða hefðbundin aðalfundarstörf svo sem framlagning ársreikninga til samþykktar, kjör stjórnar og ákvörðun hússjóðsgjalda. Miðað er við að aðalfundurinn standi ekki lengur en eina klukkustund.

Fundarstaður er skrifstofa Húseigendafélagsins að Síðumúla 29, Reykjavík og er leigugjald fyrir fundaraðstöðuna innifalið, ef húsrúm leyfir.

Í þessari þjónustu er ekki gert ráð fyrir öðrum fundarefnum en þeim sem lögskylt er að hafa á dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994. Þjónustan er fyrst og fremst hugsuð fyrir húsfélög sem vilja hafa allt á hreinu og gæta þess að ákvarðanir um bókhald og stjórnun húsfélagsins séu teknar á lögmætan hátt.

Hafið samband við skrifstofu Húseigendafélagsins í síma 588 9567 eða með tölvupósti á netfangið postur@huso.is.

Fleiri fréttir

Kynjahljóð

Annað veifið koma til kasta Húseigendafélagsins klögumál vegna kynlífsóhljóða í fjölbýlishúsum. Fólk spyr hver sé réttur þess þegar um þverbak keyrir. Oft er í húsum heyrandi nær. Það er margt

Ný byggingarlöggjöf í Bretlandi

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins birtist nýverið grein eftir Magnús Ingvar Magnússon um nýja byggingarlöggjöf í Bretlandi. Tilefni greinarinnar er ráðstefna sem nýlega var haldin um „fúsk“ í byggingariðnaði. Í greininni eru