Fundarboðun.

Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér sé húsfundur í fjöleignarhúsi ekki löglega boðaður og haldinn því ákvarðanir teknar á slíkum fundum geta verið ólögmætar og óskuldbindandi fyrir eigendur. Enn síður fullnægjandi eru munnleg samráð og ráðagerðir utan funda eða á óformlegum fundum. Hafa allmörg húsfélög logað í deilum og orðið fyrir skakkaföllum af þessum sökum. Því er mjög mikilvægt að vanda til fundarins.

Lesa Meira

Framkvæmdir í fjöleignarhúsum.

Húsfundir í fjöleignarhúsum. Miklir hagsmunir í húfi.
Samkvæmt fjöleignarhúsalögum gilda ákveðnar reglur um fundi og töku ákvarðanna.  Ákvörðun um sameiginleg málefni skal tekin á húsfundi, þ.e. aðalfundi eða almennum fundi.

Lesa Meira

Forkaupsréttur

Forkaupsréttur er eitt þeirra atriða sem seljandi fasteignar getur þurft að gæta að þegar hann selur eign sína.  Í þessari grein verður vikið stuttlega að því hvað sé forkaupsréttur, hvernig hann komi til og hvernig honum verður beitt þegar hann er fyrir hendi.

Lesa Meira

Eigendaskipti

Í fjöleignarhúsalögunum er fjallað um upplýsingaskyldu seljandans við sölu eignarhluta í fjölbýlishúsi.  Það er til að tryggja að sem gleggst gögn og upplýsingar liggi fyrir við sölu og koma þannig í veg fyrir deilur og eftirmál síðar.  

Áður en kaupsamningur er gerður og undirritaður skal seljandi kynna kaupanda reikninga húsfélagsins og stöðuna gagnvart hússjóði.  Seljandi skal ennfremur gefa fullnægjandi og tæmandi upplýsingar um yfirstandandi eða fyrirhugaðar framkvæmdir, viðgerðir eða endurbætur.  Seljandi skal ef því verður viðkomið leggja fram vottorð frá húsfélaginu um þessi atriði.

Lesa Meira

Þegar afhending fasteignar dregst

Upp á síðkastið hefur nokkuð borið á fyrirspurnum hjá Húseigendafélaginu er lúta að því að afhending nýrra fasteigna í byggingu hefur dregist að hálfu seljanda þeirra.  Er ætlunin hér að greina stuttlega frá réttarstöðu kaupenda í slíkum tilvikum.  Rétt er að taka fram að umfjöllunin á jafnframt við þegar eldri notaðar fasteignir ganga kaupum og sölu.

Lesa Meira

Úrræði húsfélags við vanefndir og brot eiganda

Í 55. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús er fjallað um úrræði húsfélags við vanefndir og brot eigenda.

Lesa Meira

Viðhaldsvakning vorið 2012

Vorið 2012 stendur Húseigendafélagið fyrir hvatningar- og vakningarátaki í viðhaldi fasteigna, ásamt Samtökum iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og í samvinnu við Fréttatímann og þáttinn Samfélagið í nærmynd.

Lesa Meira

Fólk og dýr í fjölbýli

Um hunda, ketti, blindan hrút og ást í meinum.

Lesa Meira

Húsfriðarspjöll

Gengið af göflum - Grannar í gíslingu

Lesa Meira

Framkvæmdir og fyrirgangur.

Eigendur í fjöleignarhúsum þurfa allir einhvern tíman að ráðast í viðhald, breytingar og endurbætur á íbúðum sínum. Það er gömul saga og ný. Eigendur hafa verulegt svigrúm í því efni gagnvart sameigendum þótt slíkar framkvæmdir valdi einatt sambýlisfólkinu ónæði.  Stundum er þetta „Sagan endalausa“ og  framkvæmdir spanna langan tíma. Oft er barið, mölvað, sagað og borað á öllum tímum. Slæm umgengni um sameignina er oft fylgifiskur. Eru dæmi um illvígar deilur vegna þessa og að íbúðareigendur hafi  jafnvel flúið hús þegar verst hefur látið. Menn nota jafnvel sleggjur og múrbrjóta til tjáskipta.  Þegar framkvæmdagleðin gengur af göflum eru góð ráð dýr. Hún er oft stjórnlaus, illviðráðanleg og illkynja í þokkabót. Sáttfýsi, sanngirni, málamiðlun, tillitssemi, skilningur og umburðalyndi eru þau bönd sem hún verður hamin í og tamin.. 

Lesa Meira

Húsfriðarspjöll - Gengið af göflum - Grannar í gíslingu.

Á íbúum fjölbýlishúsa hvílir sú skylda að haga framkomu sinni, hagnýtingu og umgengni, þannig að aðrir íbúar verði ekki fyrir meiri ama og óþægindum en óhjákvæmilegt er. Þeim ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns og ekki má hagnýta sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en hún er ætluð. Íbúum ber að virða hagsmuni og rétt sambýlinga og fara að skráðum og óskráðum umgengnisreglum og ákvörðunum húsfélagsins og að lögum, góðum siðum og venjum í hvívetna. Hin gullnu gildi sem ráða hvernig gengur og fer eru tillitssemi og umburðarlyndi. Þau verða að vera til staðar í ríkum mæli og í góðu jafnvægi ef sambýlið á að lukkast. Öll mannleg háttsemi, lestir og brestir, getur orðið að brotum og ónæði í augum og eyrum granna og dæmin sanna að fólk getur verið hver öðru til ama og leiðinda á óteljandi vegu. 

Lesa Meira

Fólk og dýr í fjölbýli.

Til Húseigendafélagsins rata mörg deilumál vegna dýra í mannheimum, einkum hunda og katta í fjölbýli, sem valda ama og ónæði og úlfúð. Þau dýr hafa fylgt manninum frá örófi og sú taug er römm og inngróin.  Það er talinn allt að því helgur réttur manna að halda gæludýr en sá réttur er ekki alger og takmarkast af rétti granna til að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi án ónæðis og óþæginda, sem af dýrum getur stafað..  Það fylgir því mikl ábyrgð að halda hunda og ketti, bæði gagnvart dýrunum sjálfum og eins gagnvart umhverfinu og fólki sem í námunda er. 

Lesa Meira

Aðalfundir húsfélaga

Nú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum sem halda ber einu sinni á ári fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og þýðingarmikil mál sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát.  Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar og greiðsluskyldu eigenda að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Húsfundur getur yfirleitt afgreitt mál með bindandi hætti án tillits til þess hversu margir sækja fund og yfirleitt dugir einfaldur meirihluti mættra fundarmanna til ákvarðana. Húsfundur hefur mikið vald og getur tekið mjög afdrifaríkar og íþyngjandi ákvarðanir sem binda eigendur og þess vegna eru í lögum gerðar ríkar kröfur til húsfunda.

Lesa Meira

Húseigendafélagið

Spurt er: Hvað er Húseigendafélagið? Fyrir hvað stendur það? Hver eru markmið þess og baráttumál? Hver er hagurinn af félagsaðild? Hverju hefur félagið áorkað? Hér verður leitast við að svara þessum spurningum. Sérstaklega verður gerð grein fyrir aðild húsfélaga og húsfundaþjónustu félagsins en nú er einmitt genginn í garð tími aðalfunda í húsfélögum þar sem teknar eru teknar ákvarðanir sem varða mikla fjármuni hagsmuni. Þar er mikið í húfi og vissara að fara rétt að til að fyrirbyggja skakkaföll og sneiða hjá ógöngum.

Lesa Meira

Húsaleiga.

Húseigendafélagið hefur í tæp 90 ár gætt hagsmuna leigusala og stuðlað að auknu öryggi og heilbrigðum viðskiptum og leigumarkaði og barist fyrir réttarbótum á því sviði. Félagið gerir leigusamninga og veitir ráðgjöf í leigumálum. Þá veitir félagið liðsinni þegar vanefndir verða en leiguvanskil hafa aukist upp á síðkastið.  
Lögin og réttarstaða aðila.
Þó húsaleigulögin séu lögin séu ágæt í beggja garð þá geta aðilar engu að síður ratað í hremmingar þegar í hlut eiga gagnaðilar sem hirða lítt um skyldur sínar. Þótt lagaleg staða aðila sé góð þá kostar það yfirleitt tíma, fyrirhöfn og fjárútlát að rétta hlut hans. Oft ana leigusalar áfram á grundvelli vanþekkingar og ranghugmynda um rétt sinn og gera illt verra. Báðir aðilar eru hvattir til  að kynna sér lögin vel  og vanda undirbúning og samninsgerðina. Með góðum undirbúningi og varkárni má girða fyrir dýr, tímafrek og erfið eftirmál. Fyrirhyggja, varúð og vöndun í upphafi er lykilinn að góðum og hnökralausum leiguviðskiptum og ánægjulegum samskipum aðila.

Lesa Meira

Fjölbýli í blíðu og stríðu.

Kynleg hljóð, kjötvinnsla og kattahvörf.

Hinn gullni meðalvegur.  Góður granni er gulli betri.
Í fjölbýlishúsum er fólk undir sama þaki og inn á gafli hvert hjá öðru. Slíkt hefur marga kosti en býður á hinn bóginn upp á vandamál, sem flest má rekja til mannlegra breiskleika og skorti á þeim þroska, tillitssemi og umburðarlyndi, sem er forsenda fyrir heilbrigðu og farsælu sambýli.  Gott sambýli byggist á sífelldri málamiðlun þar sem gagnkvæmur skilningur, virðing, tillitssemi og umburðarlyndi vega þyngst.  Fólk er misjafnt eins og það er margt. Einn vill fjör en annar frið. Einn vakir og bröltir meðan annar vill sofa. Einn vill þetta og annar vill hitt. Einn er fyrirferðamikill og hávær meðan annar er músin sem læðist. Á einn bítur ekkert meðan annar er viðkvæmnin uppmáluð. Meðalhófið er vandratað. Góður granni er gulli betri. 

Lesa Meira

Hvernig standa skal að kröfu um brottflutning og sölu samkvæmt fjöleignarhúsalögunum.

Í fjöleignarhúsalögunum er að finna úrræði til handa húsfélagi og einstökum eigendum við gróf eða ítrekuð brot eigenda eða annarra íbúa húss eða afnotahafa. Í þeim tilvikum er unnt að banna hinum brotlega búsetu í húsinu og gera honum að flytja úr húsinu, auk þess að krefjast þess að hann selji eignarhluta sinn. Í lögunum eru fyrirmæli um það hvernig standa skuli að slíkri ákvörðun.

Lesa Meira

Lekar lagnir

Þegar lagnir gefa sig eða þarfnast endurnýjunar við eða viðhalds að öðrum ástæðum spretta einatt upp álitaefni sem einkum lúta að kostnaðarskiptingu við lagnaframkvæmdir og því hver beri ábyrgð á tjóni sem stafar frá lekri lögn

Lesa Meira

Stjórn húsfélaga

og aðkeypt ráðgjöf og þjónusta.

Lesa Meira

“Latur var hann þegar hann gat”

Um verkskyldur íbúðareigenda.

Lesa Meira