Utanaðkomandi fundarstjóri á húsfundum.

Á húsfundum eru teknar ákvarðanir um framkvæmdir og ráðstafanir, sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát fyrir húsfélög og eigendur. Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar og greiðsluskyldu að ákvörðunin hafi verið tekin á húsfundi sem er rétt og löglega boðaður og haldinn.  Mjög mikilvægt er að fundum sé stýrt af röggsömum fundarstjóra sem veit sínu viti í fundarsköpum og málefnum fjöleignarhúsa.  Fundarstjórinn er æðsti maður fundarins og túlkar lög og fundarsköp á fundinum og sker úr um vafatilvik.  Hann á að gæta fyllsta hlutleysis í  öllum störfum sínum og  verður að kunna mjög góð skil á fjöleignarhúsalögunum og almennum fundarsköpum. Meginhlutverk hans er að sjá um að fundur fari löglega fram og það er mikið undir honum komið hversu vel fundurinn starfar og hve miklum árangri hann nær. 

Lesa Meira

Aðvörun og áminning skv. 55. gr. fjöleignarhúsalaga.

Tillitssemi og umburðarlyndi.
Eigendum er skylt að haga hagnýtingu sinni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er.  Eiganda ber að sína tillitssemi og taka eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns. Það er einatt erfitt að draga mörkin milli þess sem má og ekki má.  Eigendur verða að umlíða hið venjulega, þ.e. það ónæði sem alltaf hlýtur að fylgja venjulegu heimilislífi nágranna. Þeir sem eru fyrirferðarmiklir og háværir eiga ekki kröfu á því að sameigendurnir umlíði þeim það og þeir sem eru viðkvæmari en gengur og gerist eiga heldur ekki kröfu á því að sameigendurnir taki sérstakt tillit til

Lesa Meira

Innganga húsfélaga í Húseigendafélagið.

Þeim málum í fjöleignarhúsum, sem varða sameignina og sameiginlega hagsmuni, verða íbúðareigendur að ráða í félagi. Þess vegna eru til í öllum fjöleignarhúsum húsfélög, sem eigendur eru sjálfkrafa og ófrávíkjanlega í. Húsfélag er ekki félag í hefðbundnum skilningi. Húsfélag er af eignarréttarlegum toga fremur en félagslegum.  Það er til í krafti laga vegna hins sérstaka eignaforms og eignaaðildar, sem ríkir í fjöleignarhúsum og hlutverk þess er að annast um sameiginleg mál.  Þátttaka í húsfélagi er órjúfanlega tengd eignaraðild að séreignum.  Allir eigendur eru skyldubundnir félagsmenn í því og sá sem kaupir eign í fjöleignarhúsi verður sjálfkrafa félagi í húsfélaginu. Enginn getur sagt sig úr húsfélagi nema með því að selja eign sína.

Lesa Meira

Greiðsluskylda en engin hagnýting eða not.

Fyrirspurnir hafa borist um synjun eigenda á taka þátt í sameiginlegum kostnaði með þeim rökum að þeir noti viðkomandi sameign ekki neitt. Svo sem þegar um sameignlegt þvotthús er að ræða og eignandi er með  þvottavél í íbúð sinni og notar ekki sameignlegt þvottahús og vill því ekki taka þátt í kostnaði vegna þess og sameiginlegra tækja. Einnig þegar eigandi sem býr ekki í íbúð sinni sem stendur auð um lengri tíma neitar taka þátt í rekstrarkostnaði sameignarinnar.

Lesa Meira

Húsaleigumolar.

Fyrirframgreiðsla. Tryggingarfé. Sala. Vanskil. Riftun. Útburðarmál.

Lesa Meira

Heilræði til leigusala!!!

HEILRÆÐI TIL LEIGUSALA!!!

Lesa Meira

Leiga á lóð

Lóðaleigusamningar og réttarstaða leigjanda gagnvart landeiganda hafa nokkuð verið í fréttum undanfarið.  Hefur borið þar hæst staða sumarhúsaeigenda gagnvart landeigendum sumarhúsalanda.  Hafa einhverjir sumarhúsaeigendur lent í erfiðri stöðu þegar lóðasamningur þeirra rennur út eða þegar honum er sagt upp að hálfu landeiganda.  Landeigandi getur þá verið í yfirburðasamningsaðstöðu, þ.e. krafist margföldunar á leiguverði eigi að semja aftur, að öðrum kosti verði sumarhúsaeigandinn að yfirgefa lóðina ásamt öllu sínu hafurtaski.

Lesa Meira

Reykpúandi grannar.

Mikið er leitað til Húseigendafélagsins vegna reykinga í fjölbýlishúsum; á svölum, í sameign, á lóð og í íbúðum.  Upp á síðkastið hafa raðhúsa-og einbýlishússeigendur bæst í hópinn.  Þolendur spyrja: Er réttur reykingafólks til að skaða heilsu fólks  ríkari en réttur þeirra sem lifa vilja reyklausu lífi?  Rýra skefjalausar reykingar á svölum og í íbúðum verðmæti annarra íbúða og er skylt að greina væntanlegum kaupendum frá því?

Lesa Meira

Húsfundaþjónusta Húseigendafélagsins.

Nú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum þar sem einatt eru teknar ákvarðanir um mikilvæg mál og kostnaðarsamar framkvæmdir. Samkvæmt fjöleignarhúsalögum gilda ákveðnar reglur um töku ákvarðana.  Ákvörðun um sameiginleg málefni skal tekin á húsfundi. Mjög mikilvægt er að fundurinn sé boðaður og haldinn í samræmi við fyrirmæli fjöleignahúsalaga.

Lesa Meira

Heimavinna og heimtufrekja

Atvinnustarfsemi í fjölbýli
Í þessari grein er fjallað um fjölbýlishús, sem ætluð eru til íbúðar eingöngu og þau vandamál sem upp koma þegar einhver eigandi fer að vinna heima. Eigendum er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum.  Flestar athafnir geta þróast í ónæði. Þegar um er að ræða atvinnustarfsemi í íbúðum verða núningsfletirnir fleiri  og þá aukast líkur á árekstrum og leiðindum.

Lesa Meira

Heimavinna og heimtufrekja

Í þessari grein er fjallað um fjölbýlishús, sem ætluð eru til íbúðar eingöngu og þau vandamál sem upp koma þegar einhver eigandi fer að vinna heima. Eigendum er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum.  Flestar athafnir geta þróast í ónæði. Þegar um er að ræða atvinnustarfsemi í íbúðum verða núningsfletirnir fleiri  og þá aukast líkur á árekstrum og leiðindum. 

Lesa Meira

Húsfélög –deildir - sjóður.

DV. hefur borist eftirfarandi fyrirspurn frá P.E. um húsfélög og framkvæmdasjóð í nýju fjölbýlishúsi:
„Við erum íbúar í fjögurra stiganga fjölbýli og okkur langar að forvitnast um hvort okkur sé skylt að stofna og þá hvernig standa á að stofnun félags sem heldur utanum verklegar framkvæmdir við fjölbýlishúsið okkar. Þegar fyrstu íbúarnir fluttu inn í stigagangana voru þeim afhent gögn um að stofnað hafi verðið húsfélag um þann stigagang. Ég veit ekki af hverju það var gert eða hvort það er vaninn í þessu ferli en ef ég man rétt þá var allt húsið afhent í áföngum á einum níu mánuðum. Í svona samfélögum þarf að mörgu að hyggja,s.s. umhirðu lóðar og snjómokstri.  Brátt kemur að viðhaldi og sjáum við hagræðingu í að ein hópur sjái um framkvæmd í stað fjögurra sem leiðir óhjákvæmilega til hærra flækjustigs. Okkur datt í hug framkvæmdafélag sem starfar í umboði allra stigaganga. Hús- félöginn fjögur leggi línurnar og geri forgangslista yfir viðhaldsframkvæmdir og borgi hlutfallslega til félagsins úr sínum sjóðum. Jafnframt gæti þessi framkvæmdasjóður tekið að sér umhirðu lóðar, snjómokstur og þann pakka allan sem snýr að húsinu og lóðinni.Hvernig stöndum við að þessu ?“

Lesa Meira

Hússtjórnarvald.

Í fjöleignarhúsum með sjö eignarhlutum eða fleiri skal vera stjórn, kjörin á aðalfundi sem halda skal fyrir lok apríl. Í minni húsum halda eigendur saman um stjórnartauma og má fela einum þeirra forsvar. Annars er aðalstjórn að jafnaði skipuð þremur mönnum og er einn þeirra formaður kjörinn beint og sérstaklega. Stjórnarstörf eru tímafrek, vandasöm og oft vanþakklát. Einatt er grunnt á tortryggni, leiðindum og urg í húsfélögum. Brýnt er að eigendur  kunni góð skil á reglum um húsfélög og stjórnir þeirra. Vitneskja um  rétt og skyldur er forsenda fyrir farsælu starfi og friði.  Það er öllum til hags og heilla að réttar leikreglur séu kunnar. Geðþótti er ávísun á úlfúð, tortryggni og  deilur sem lamar húsfélög og gerir þau ófær um að þjóna tilgangi sínum og skyldum.

Lesa Meira

Dýrið gengur laust !!

Til Húseigendafélagsins rata mörg deilumál vegna alls kyns dýra og  klassísk eru mál vegna hunda og katta í fjölbýli. Páfagaukar eru líka að koma sterkir inn sem ónæðisvaldar. Þeir geta valdið miklu ónæði með skrækjum og valdið ofnæmi . Svo geta þeir sumir bæði mjálmað og gelt. Í fjöleignarhúsalögunum eru sérreglur um hunda og ketti sem eru þau gæludýr sem oftast valda úlfúð í fjölbýli og þéttbýli. Í þessari grein er fjallað almennt um grennd, nábýli og gæludýrahald en ekki einblínt á hunda og ketti.  Dýr eru og hafa um aldir alda verið fylgifiskar manna.  Menn og dýr bindast sterkum böndum.  Dýr hafa fylgt manninum frá örófi í gegnum þykkt og þunnt. Sú taug er römm. Það er eðlilegur hluti af lífi og tilveru margra manna að halda dýr í húsum sínum. Það er venjuhelgaður réttur manna að halda gæludýr  en sá réttur er ekki alger og takmarkast af rétti granna til að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi án ama, ónæðis og óþæginda,  sem ábyrgðarlausu dýrahaldi granna vill fylgja.

Lesa Meira

Aðalfundir húsfélaga.

Nú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum sem halda ber einu sinni á ári fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og þýðingarmikil mál sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát.  Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar og greiðsluskyldu eigenda að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Húsfundur getur yfirleitt afgreitt mál með bindandi hætti án tillits til þess hversu margir sækja fund og yfirleitt dugir einfaldur meirihluti mættra fundarmanna til ákvarðana. Húsfundur hefur mikið vald og getur tekið mjög afdrifaríkar og íþyngjandi ákvarðanir sem binda eigendur og þess vegna eru í lögum gerðar ríkar kröfur til húsfunda.

Lesa Meira

Byggingagallafaraldur.

Málum vegna galla á nýjum eignum hefur farið mjög  fjölgandi síðustu  misserin. Það er ekki einskorðað við smágalla heldur er líka um að ræða stórfellda galla.  Fjölgun gallamála er öðrum þræði fylgifiskur þess hve mikið var byggt í góðærinu. Hraðinn og pressan spilaði stóra rullu. Þegar menn hafa mörg járn í eldinum og takmarkaðan tíma þá skila þeir ekki eins vönduðu verki og ella. 

Lesa Meira

Bílskúrshurðaskellir.

Það verður seint ofpredikað fyrir forsvarsmönnum húsfélaga að fylgja lögum í hvívetna og fara að hollum ráðum.  Ella getur illa farið eins og lesa í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. desember s.l. sem snerist um kostnað vegna endurnýjunar á bílskúrshurðum í stóru fjöleignarhúsi; hvort hann væri sameignlegur eða sérkostnaður bílskúrseigenda.  Húsfélagið tók þann bersýnilega ranga pól í hæðina að um sameiginlegan kostnað væri að tefla og skipti honum eftir hlutfallstölum á alla eigendur, líka á þá sem enga bílskúra áttu.  Þetta einfalda og augljósa mál vatt upp á sig og varð stórt og langdregið vegna þrákelkni stjórnar húsfélagins og ráðgjafa hennar.  

Lesa Meira

Gluggagægjur.

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist DV um glugga í fjöleignarhúsum; hvernig skipta beri kostnaði vegna viðgerða og endurnýjunar á gluggum og hvernig standa beri að ákvarðanatöku í því efni.

Lesa Meira

Stund og staður húsfunda.

Aðalfundi húsfélaga skal halda ár hvert fyrir lok aprílmánaðar og þá ber að boða með minnst 8 daga fyrirvara. Almennir fundir eru haldnir eftir þörfum og skal boða þá með minnst 4 daga fyrirvara.  Í báðum tilvikum er 20 daga hámarks boðunarfrestur.  Rökin fyrir hámarkinu eru að hætt sé við að fólk gleymi fundum sem langt er í og það kunni slægir fundarboðendur að færa sér í nyt. Er hámarkið sett til að fyrirbyggja réttarspjöll vegna fundagleymsku. Annars eru ekki í fjöleignarhúsalögunum bein fyrirmæli um fundartíma og fundarstað en grunnsjónarmiðum og meginreglum þeirra verður hins vegar beitt þar um.

Lesa Meira

Tveggja turna tal.

Spurning

Ég bý í tvíbýli í sátt og samlyndi við meðeiganda minn. Nú er hins vegar svo komið að viðhald er aðkallandi og meðeigandi minn er mjög tvístígandi og það er alveg sama hvað búið er að ræða málin það næst aldrei nein niðurstaða þannig að það sé hægt að byrja. Einnig erum við ekki klár á því hvað þarf að gera í raun. Ég á meirihluta í eigninni en vil ekki þvinga meðeiganda minn í neitt enda veit ég að hann vill líka fara í framkvæmdir. Hvað get ég gert til þess að fá endanlega ákvörðun í viðhaldsmálum sem bindur okkur bæði.

Lesa Meira