Landvinningar, dyrasímar og sérmerking bílastæða

Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu svarar hér þremur fyrirspurnum sem borist hafa DV.

Meðeigendur mínir hafa leyfi fyrir hundi en hafa stúkað sameiginlega lóð okkar af með léttri hundagirðingu þannig að þau taka í raun stóran hluta garðsins til einkanota. Mega þau þetta. Geta þau fengið einhvern meiri rétt ef við gerum ekkert í þessu ?

Lesa Meira

Húsfundir og framkvæmdir.

Tími aðalfunda.
Nú brostinn á tími aðalfunda í húsfélögum  fjöleignarhúsa sem halda ber  fyrir lok apríl. Á aðalfundum er vélað um mikla hagsmuni eigenda og húsfélaga. Gjarnan eru teknar ákvarðanir um þýðingarmikil mál og framkvæmdir sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát. 

Lesa Meira

Skötustækja.

Nú brestur brátt á með skötusuðu og skötuáti sem nær hæstum hæðum á Þorláksmessu og er eitur í nösum þorra fólks.  Spurt er hvort þessum ófögnuði í skötulíki megi ekki úthýsa úr mannabústöðum. Menn þrá gamla, góða, jólailminn af eplum, appelsínum, kanil, negul og barri, sem skötustækjan  drepur. Annað veifið koma upp mál út af óþef frá íbúðum í fjölbýlishúsum. Stundum hefur fólk mánuðum og árum saman fyllt íbúðir sínar af sorpi og úrgangi. Slíku fylgir ferleg lykt sem þó er hátíð og sem ljúfur ilmur miðað við skötustækju sem er allra lykta verst.

Lesa Meira

Hljóð sem segja sex.

Eigendum fjöleignarhúsa er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum. Í flestum tilvikum lukkast sambýlið til með ágætum. Hin nauðsynlegu gildi, tillitssemi og umburðalyndi, eru í heiðri höfð hjá flestum.

Lesa Meira

Stjórnir húsfélaga.

Í fjöleignarhúsum með sjö eignarhlutum eða fleiri skal vera stjórn sem kjörin er á aðalfundi. Í minni fjöleignarhúsum er ekki skylt að hafa stjórn og halda eigendur þá saman um stjórnartauma. Stjórnin er að jafnaði skipuð þremur mönnum og er einn þeirra formaður.  Hér verður stuttlega gerð grein fyrir skyldum, heimildum, verkefnum og valdi stjórnar í húsfélagi.

Lesa Meira

Framkvæmdagleði með hávaða og látum.

Algengt er að kaupendur íbúða í fjöleignarhúsum fari á flug, umturni þeim og endurbyggi. Slíkt veldur sambýlisfólkinu ónæði og raskar ró þess og heimilisfriði.  Stundum er þetta Sagan endalausa og  framkvæmdir spanna langan tíma. Oft er barið, mölvað, sagað og borað á öllum tímum. Slæm umgengni um sameignina er gjarnan fylgifiskur. Eru dæmi um illvígar deilur og stríðsásand  og að íbúðareigendur hafa  flúið hús þegar verst hefur látið. Menn nota jafnvel sleggjur og múrbrjóta til tjáskipta.  Þegar framkvæmdagleðin gengur af göflum eru góð ráð dýr. Hún er oft stjórnlaus, illviðráðanleg og illkynja í þokkabót. Sáttfýsi, sanngirni, málamiðlun, tillitssemi, skilningur og umburðalyndi eru þau bönd sem hún verður hamin í og tamin.. 

Lesa Meira

Grannar í gíslingu.

Það færist í vöxt að dópistar og glæpahyski hreiðri um sig í friðsælum húsum og hverfum. Hús sem áður hýstu sómakært fólk verða á einni nóttu athvarf ofbeldismanna og gæfuleysingja. Málum vegna dópgrenja fer fjölgandi þar sem eiturlyf, brennivín, ofbeldi og ranghugmyndir mynda háskalega blöndu. Friðarspillar fara sínu fram með ónæði, yfirgangi, ofbeldi, spellvirkjum og hótunum og skeyta engu um líf og velferð sambýlisfólksins.. Sóðaskapur er yfirgengilegur og skemmdarverk daglegt brauð. Sprautur og pillur eins og hráviði fyrir fótum barna. Þeir sem kvarta fá fyrir ferðina. Fólk upplifir sig bjargarlaust í gíslingu og spyr hvað sé til ráða. 

Lesa Meira

Þegar fjölgar í húsi

Í þeirri þenslu sem hefur verið á fasteignamarkaði og þeirri miklu aukningu erlends vinnuafls hér á landi á fáum árum hefur það komið fyrir í einhverjum tilvikum að húsnæði er gjörnýtt til búsetu ef svo má segja.  Í sumum tilvikum hefur húsnæði verið skipt upp í minni einingar og síðan leigt út en í öðrum tilvikum hefur fjöldi íbúa í einni íbúð farið langt yfir það sem venjulegt má telja tíðkist um íbúðir að sambærileg stærð og gerð.

Lesa Meira

Bombur í bakgarðinum.

Í tilefni og framhaldi forsíðufréttar í 24 Stundum í gær um sprengiveislu í Meðalholti má benda á eftirfarandi.

Lesa Meira

Sérkostnaður eða sameiginlegur

Í fjöleignarhúsum er eignarréttur hvers eiganda blandaður ef svo má segja.  Þannig teljast ákveðnir hluta húss til séreignar tiltekins eiganda á meðan aðrir hlutar þess eru í sameign eigenda.  Réttindi og skyldur eiganda eru talsvert ólík eftir því hvort í hlut á séreign hans eða sameignin.  Eitt af því sem aðgreining þessi hefur áhrif á er hvernig kostnaður skiptist milli eigenda fjöleignarhúss. Eigandi skal að jafnaði einn bera kostnað af því sem tilheyrir séreign hans en kostnaður vegna sameignar hússins telst sameiginlegur eigendum og deilist niður á þá.  

Lesa Meira

Vanskil á húsaleigu

Greiðsla húsaleigu á réttum tíma er auðvita aðalskyldan sem hvílir á leigjanda samkvæmt húsaleigusamningi.  Greiði hann ekki umsamda leigufjárhæð á réttum tíma getur það haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir hann.  En vanskil geta líka valdið leigusala ýmsum óþægindum og í sumum tilvikum fjárhagslegu tjóni.  Það á því að vera kappsmál leigusala að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að draga úr hættunni á að leiguvanskil valdi honum búsifjum.  Það getur leigusali gert bæði í upphafi, þegar til stendur að leigja út húsnæðið og eftir að vanskil verða.

Lesa Meira

Byggt og breytt

Eigendur í fjölbýli geta almennt ekki ráðist í að byggja við eign sína eða gera á henni aðrar stórvægilegar breytingar nema að fengnu samþykki annarra eigenda hússins.  Ef ekki er vandað til ákvarðanatöku í upphafi geta risið upp ýmis vafamál síðar svo sem um hvað aðrir eigendur telja sig hafa samþykkt, hver skuli bera kostnað af framkvæmdum o.s.frv.  Mikilvægt er að aðrir eigendur átti sig á hvað felst í samþykki þeirra og gildir þá hið fornkveðna, að í upphafi skyldi endirinn skoða.

Lesa Meira

Trampólín

Ýmis álitamál geta risið í samskiptum húseigenda. Sum eru nánast sígild en önnur eru ný á nálinni. Eitt af þeim síðarnefndu eru trampólín sem á síðustu misserum hafa sprottið upp eins og gorkúlur í görðum landsmanna. Hér er ætlunin að gera stuttlega grein fyrir þeim reglum sem gilda um rétt til að setja niður trampólín og um notkun þeirra. Staðan er nokkuð mismunandi eftir því hvort húseigandi á lóð sína einn og sér eða að fleiri eiga lóð saman. 

Lesa Meira

Garðverkin

Sumarið er helsti tími garðverka.  Þar sem lóð er sameiginleg, eins og á við um flestar fjölbýlishúsalóðir, og lóðinni hefur ekki verið skipt upp eða einstakir hlutar hennar tilheyra tilteknum eigendum geta vaknað spurningar um hvernig skuli staðið af umhirðu lóðar og framkvæmdum og hvernig kostnaður skiptist milli sameigenda.

Lesa Meira

Þvegið og þurrkað

Til Húseigendafélagsins berast ávallt fyrirspurnir er lúta að sameiginlegum þvottahúsum í fjölbýli.  Oft er það einmitt þar sem reynir á sambýlishæfni íbúa.  Fullyrða má að sameiginleg þvottahús í fjölbýli séu á undanhaldi, því í flestum nýbyggðum fjöleignarhúsum fylgja sérstök þvottaherbergi hverri íbúð.  Álitaefnin um hagnýtingu sameiginlegs þvottahúss, skiptingu kostnaðar o.fl. eru því einkum raunhæf hjá íbúum eldri húsa.

Lesa Meira

Stjórnir húsfélaga.

Stjórn óþörf í minni húsum.

Í fjöleignarhúsum sem hýsa sjö eignarhluta eða fleiri skal vera stjórn, kjörin  á aðalfundi með einföldum meirihluta bæði miða við fjölda og eignarhluta. Í minni fjöleignarhúsum er ekki skylt að hafa sérstaka stjórn og fara þá allir eigendur saman með það vald og þau verkefni sem stjórnin færi annars með.  Þá er einnig heimilt í slíkum fjöleignarhúsum að fela einum eiganda að einhverju leyti eða öllu verkefni stjórnar. 

Lesa Meira

Þrífast verktakar í skjóli fasteignasala ?

Ný lög 2004. Ríkar kröfur til fasteignsala.
Lögin nr. 99/2004 um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, sem tóku gildi 1. október 2004, áttu  fela í sér miklar réttarbætur og áttu tryggja eða stuðla að öruggari viðskipum um fasteignir og meiri fagmennsku. Voru miklar væntingar og vonir til þeirra gerðar.
Eðli máls samkvæmt verður að gera ríkar kröfur til fasteignasala. Starf þeirra er mjög ábyrgðarmikið og vandasamt sérfræðistarf, sem útheimtir menntun, þekkingu og reynslu. Í fasteignaviðskiptum eru miklir hagsmunir margra í húfi því oftast verið að véla með aleigu fólks sem setur allt sitt traust  á fasteignasalann. Lög verða að búa þannig um hnúta að tryggt sé að fasteignasalar séu ábyrgir og starfi sínu vaxnir og uppfylli þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. 

Lesa Meira

Eitt hús eða fleiri?

Afmörkunin á því hvað telst eitt hús í skilningi laga um fjöleignarhús leggur grunn af hvaða réttindi fasteignareigandi á og hvaða skyldur hann ber gagnvart nágrönnum sínum.  Þegar um eitt og sama hús er að ræða í skilningi laga eru ákvarðanir um skipulag, útlit og hvers kyns framkvæmdir og viðhald sameiginlegar eigendum hússins.  Að sama skapi verður kostnaður vegna sameiginlegra ákvarðana sameiginlegur þeim eigendum.  Um innbyrðis réttarstöðu eiganda sama húss fer eftir fjöleignarhúsalögum.

Lesa Meira

Fasteignasali fær skell. Skakkt og sigið hús upp á Skaga.

Merkilegur dómur um skyldur og ábyrgð fasteignasala.
Hinn 29. des. s.l. var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands þar sem fasteignasali á Akranesi var dæmdur til að greiða kaupendum tæpar 2 milljónir í bætur vegna galla á húsi sem reyndist skakkt og sigið. Hann var talinn sekur um gáleysi með því að hafa vanrækt að kanna ástand hússins eins rækilega og efni stóðu til. Þessi dómur er athyglisverður fyrir þær sakir að fasteignasali er einn gerður ábyrgur en seljandinn sem byggði húsið og bjó  í því í 30 ár var sýknaður.  Sýkna hans byggðist aðallega á mistökum af kaupenda hálfu við og eftir kaupin og meintu tómlæti þeirra. Þessi héraðsdómur er mjög vandaður og velgrundaður þannig að líkur eru á því að hann verði staðfestur af Hæstarétti ef málinu verður á annað borð áfrýjað.

Lesa Meira

Húsagi – Húsreglur.

Húsfundur setur húsreglur.
Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal stjórn húsfélags leggja fyrir húsfund til samþykktar reglur um hagnýtingu sameignar og eftir atvikum séreigna.  Kveða lögin á um það hvernig slíkar húsreglur skulu settar og hvaða fyrirmæli þar skuli vera.  Segir að húsreglur skuli hafa að geyma ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar, allt eftir því sem eðlilegt og æskilegt þykir að reglubinda. Lögin byggja á því að húsreglur séu fyrir hendi í öllum fjöleignarhúsum.  Það fer hins vegar eftir atvikum, staðháttum og eðli og gerð húsa hversu ítarlegar og nákvæmar þær þurfa að vera.  

Lesa Meira