Helstu skyldur eigenda fjöleignarhúss

Réttindum og skyldum eigenda í fjöleignarhúsi verður að mörgu leyti jafnað við rétt annarra fasteignareigenda.  Að öðru leyti hvíla sérstakar takmarkanir á réttindum og ákveðnar skyldur á eigendum fjöleignarhúsa sem segja má að rekja megi til þess tillits sem gera verður til annarra eigenda hússins.  Sú staðreynd að eignarhluti í fjöleignarhúsi er ætíð aðeins hluti af stærri heild eignarhluta, sem saman mynda fjöleignarhúsið og þar af leiðandi hið mikla nábýli er skapast milli eigenda, leiðir til sérstakra takmarkana á eignarráðum.  Þá hefur sá nauðsynlegi félagsskapur sem eigendur verða að hafa með sér um sameign fjöleignarhússins það augljóslega í för með sér að réttarstaða eiganda þar verður ekki jafnað saman við stöðu eiganda einbýlishús.
Skyldur þessar eru margvíslegar og byggjast á lögunum um fjöleignarhús, húsreglum, reglum nábýlisréttar og almennum samskiptareglum. Skal hér gerð stuttlega grein fyrir helstu skyldum sem hvíla á eiganda í fjöleignarhúsi og byggjast á fjöleignarhúsalögunum.

Lesa Meira

Jólaljósvíkingar skreyta liðugt.

Þegar aðventan brestur á og jólin nálgast eins og óð fluga rennur á marga húseigendur skreytingaræði sem breiðist út og magnast með hverju árinu. Þetta er bráðsmitandi og leggst eins og aðrir barnasjúkdómar þyngst á miðaldra húseigendur. Jólaskreytingar utanhúss verða yfirgengilegri með hverju árinu.  Það sem í fyrra þótti bakkafullur lækur bliknar miðað við dýrðina nú og þykir lítið og vesælt.  Einhver sagði einhvern tíman: “VERÐI LJÓS” og hefur örugglega haft eitthvað pent í huga, bætir nú vísast við: “VÁÁ!!.”

Lesa Meira

Undirbúningur og fjármögnun framkvæmda í fjöleignarhúsum.

Fyrirspurnir hafa borist frá eigendum og stjórnarmönnum í fjöleignarhúsum sem eru að leggja drög að viðhaldsframkvæmdum á næsta ári. Spurt er:  
1)    Hvernig ber að standa að málum innan húsfélags  þannig að ekki verði vandræði, skakkaföll og eftirmál? 
2)    Hvernig á að undirbúa framkvæmdir og taka ákvarðanir um þær og  
       fjármögnun þeirra, m.ö.o. hvernig á að halda löglega húsfundi  svo 
       ákvarðanir verði ekki vefengdar?
3)    Hvað má stjórn  húsfélags gera á eigin spýtur?
      4)   Hvernig aðstoðar Húseigendafélagið húsfélög í framkvæmdahug?

Lesa Meira

Á eigin spýtur

Framkvæmdir án samþykkis húsfundar

Í fjöleignarhúsum skulu ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir teknar á húsfundi.  Er eigendum því óheimilt að ráðast í framkvæmdir sem snerta sameign hússins án samþykkis húsfundar, nema í sérstökum undantekningartilvikum. Um hinar sérstöku undantekningarreglur verður fjallað síðar á þessum vettvangi.  Hér verður hins vegar vikið að því hverjar séu afleiðingar þess ef ráðist er í framkvæmdir án samþykkis húsfundar og að úrræðum annarra eigenda þegar svo háttar.

Lesa Meira

Húsfélög með allt á hreinu.

Undirbúningur og fjármögnun framkvæmda?
Fyrirspurnir hafa borist frá eigendum og stjórnarmönnum í fjöleignarhúsum sem eru að leggja drög að viðhaldsframkvæmdum á næsta ári. Spurt er:  
1)    Hvernig ber að undirbúa og taka ákvarðanir um framkvæmdir og  fjármögnun þeirra þannig að þær verði ekki vefengdar með tilheyrandi skakkaföllum og eftirmálum? 
2)    Hvað má stjórn  húsfélags gera á eigin spýtur?

Lesa Meira

Gallar á nýjum eignum. Faraldur eða fáein mál.

Nokkrir kaupendur nýrra húsa og íbúða hafa sent inn fyrirspurnir um réttarstöðu sína vegna margvíslegra galla á eignum sínum og vegna dráttar á afhendingu. Þeir eru mislukkulegir með viðkomandi fasteignasala, sumir hafi staðið sig með prýði en aðrir hafi brugðist og dregið leynt og ljóst taum seljenda. Seljendum bera þeir líka misjafna sögu. Sumir hafi ekkert viljað gera og gefið þeim og kröfum þeirra langt nef eða þá brugðist við með hangandi haus og hendi  meðan aðrir hafi haft góð orð um að bæta úr og leysa málið.

Lesa Meira

Friðarspjöll í fjölbýli.

Borist hafa fyrirspurnir frá forsvarmönnum húsfélaga vegna alvarlegra brota eigenda og íbúa. Um er að ræða svokölluð dópgreni þar sem eiturlyf, brennivín, ofbeldishneigð, geðbilun og ranghugmyndir mynda háskalega blöndu og skapa neyðarástand. Landsliðið í sukki, dópi, ofbeldi og afbrotum, rottar sig þar saman og gefur dauðan og djöfulinn í “pakkið í húsinu”.

Lesa Meira

Af hverju er söluyfirlit mikilvægt?

Flestir eiga á lífsleiðinni vart í viðameiri viðskiptum en þegar fjárfest er í þaki yfir höfuðið.  Augljóst er að í milljónaviðskiptum skipta upplýsingar um fasteignina miklu máli.  Þar á svokallað söluyfirlit að gegna lykilhlutverki.  Söluyfirlit er skjal sem á að geyma yfirlit um þau atriði sem skipt geta máli við sölu eignar.  Er söluyfirlitinu ætlað að vera grundvöllur ákvörðunar væntanlegra kaupenda eignarinnar hvort þeir ríði á vaðið og falist eftir eigninni og hvaða verð þeir eru þá tilbúnir að bjóða í eignina.  

Lesa Meira

Sólpallar

Sumarið er tími útiveru.  Til að njóta sem best veðurblíðunnar heima við er æ algengara að fólk komi sér upp svokölluðum sólpöllum í görðum sínum.  Til að taka af mesta garrann og í þeim tilgangi að njóta aukins friðar fylgir smíði sólpalla gjarnan uppsetning skjólveggja umhverfis pallinn.  Að mörgu getur verið að hyggja áður en ráðist er í smíði sólpalls og skjólveggja.  Til að framkvæmdir séu löglegar getur bæði þurft að leita samþykkis byggingaryfirvalda og meðlóðarhafa.  

Lesa Meira

Verk að vinna

Aðalframkvæmdatími viðhalds og nýframkvæmda utanhúss er sumarið.  Nú er því runninn upp sá tími ársins hjá fasteignaeigendum þar sem huga þarf að þessum þáttum enda ekki ráð nema í tíma sé tekið.  Verkin eru mörg og ólík og spanna allt frá smávægilegum viðgerðum og endurnýjunum til stórfelldra viðhaldsframkvæmda sem hlaupið geta á tugum milljóna króna.  Með aukinni sérhæfingu í þjóðfélaginu og fjölgun fasteigna hefur hlutur verktaka í þessum efnum farið vaxandi.  Að mörgu er að hyggja þegar fasteignareigandi hefur ákveðið að leita þjónustu verktaka.  Hér verður drepið á nokkrum atriðum sem vert er að hafa í huga við það tækifæri. 

Lesa Meira

Vanræksla á viðhaldi

Í fjöleignarhúsum er það meginregla að ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir skulu teknar á húsfundi.  Eigendum er því almennt óheimilt að ráðast á eigin spýtur í framkvæmdir sem snerta sameign hússins en geri þeir það eru aðrir eigendur ekki skyldugir til þess að taka þátt í kostnaði vegna þeirra.  Í sérstökum undantekningartilvikum heimila lög þó einstökum eigendum að grípa til sinna ráða og skuldbinda alla eigendur hússins án þess að samþykki húsfundar liggi fyrir.

Lesa Meira

Ráðstafanir til að forðast tjón.

Í fjöleignarhúsum er það meginregla að ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir skulu teknar á húsfundi.  Eigendum er því almennt óheimilt að ráðast á eigin spýtur í framkvæmdir sem snerta sameign hússins en geri þeir það eru aðrir eigendur almennt ekki skyldugir til þess að taka þátt í kostnaði vegna þeirra.  Í sérstökum undantekningartilvikum heimila lög þó einstökum eigendum að grípa til sinna ráða og skuldbinda alla eigendur hússins án þess að samþykki húsfundar liggi fyrir.   Þannig er eigendum heimilt að gera brýnar ráðstafanir til að koma í veg fyrir yfirvofandi tjón á sameign hússins eða einstökum íbúðum á kostnað allra eigenda að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.  Hér er um nokkurs konar neyðarréttarreglu að ræða og á hana kann einkum að reyna í þeim tilvikum þegar lagnir gefa sig eða tjón verður sökum veðurs.  En hver eru skilyrðin fyrir því að aðrir eigendur þurfi að greiða sinn skerf í þeim kostnaði sem til fellur við slíkt tilefni?

Lesa Meira

Viðhaldsskyldur

“Aðgangur húsfélaga að séreignum”

Lesa Meira

Sameign eða séreign?

Sameign allra eigenda í fjöleignarhúsi er skilgreind sem allir þeir hlutar húss, bæði innan og utan, sem ekki eru ótvírætt í séreign. Í fjöleignarhúsum er sameign meginregla, sem þýðir að jafnan eru löglíkur fyrir því að tiltekið húsrými og annað sé í sameign. Sameign þarf ekki að sanna heldur þarf sá, sem gerir séreignartilkall, að sýna fram á að um séreign sé að ræða. Takist ekki að sanna að húshluti sé séreign er um sameign að ræða.

Lesa Meira

Skylduaðild að húsfélögum

Til Húseigendafélagsins leita eigendur í fjöleignarhúsum til að spyrjast fyrir um það hvort á þeim hvíli sú skylda til að vera í húsfélagi. Sá misskilningur er útbreiddur að fólk þurfi ekki að vera í húsfélagi frekar en það kærir sig um. Einnig er algengur sá misskilningur að ef húsfélag hefur ekki verið stofnað sérstaklega þá sé það ekki til. Mjög mikilvægt er að eigendur í fjöleignarhúsum þekki rétt sinn og skyldur að þessu leyti og verður hér reynt að varpa ljósi á nokkur atriði tengd þessu.

Lesa Meira

Fundargerðir húsfélaga

Í lögum um fjöleignarhús er kveðið á um að undir umsjá og á ábyrgð fundarstjóra á húsfundum skuli rita í sérstaka fundargerðarbók meginatriði allra mála sem tekin eru fyrir á húsfundum, allar ákvarðanir sem teknar eru og hvernig atkvæði hafa fallið.  Fundargerðir skulu lesnar upp í lok fundar og þær leiðréttar og athugasemdir skráðar.  Þær skulu síðan undirritaðar af fundarstjóra og a.m.k. einum öðrum félagsmanni sem fundurinn hefur tilnefnt til þess.  Fundargerðir skulu jafnan vera aðgengilegar fyrir félagsmenn og eiga þeir rétt á því að fá staðfest endurrit eða ljósrit þeirra. Þessi regla er mjög mikilvægt til að tryggja gagnsæi húsfélaga.
Kærunefnd fjöleignarhúsamála hefur fjallað um aðgengi félagsmanna að fundargerðum og jafnframt hvort heimilt sé fyrir húsfélög að krefjast sérstaks gjalds af félagsmönnum þegar þeim eru veitt endurrit eða ljósrit af fundargerðum.

Lesa Meira

Ráðstöfun bílskúra

Starfsmönnum Húseigendafélagsins berast oft og á tíðum fyrirspurnir um heimildir eigenda bílskúra á lóðum fjöleignarhúsa til sölu þeirra eða útleigu. Um álitaefnið gilda lög um fjöleignarhús og verður í grein þessari farið fáum orðum um þær helstu meginreglur sem gilda í þessu sambandi. Mjög mikilvægt er fólk þekki rétt sinn að þessu leyti til að forða því að stofnað verði til samninga sem eru ólögmætir og andstæðir lögunum.

Lesa Meira

Gömul hús og gallar

Þann 1. júní 2002 tóku gildi ný lög um fasteignakaup en það var í fyrsta sinn sem reglur fasteignakauparéttar voru færðar í skráð lög. Með lögunum voru festar í sessi þær reglur sem mótast höfðu áður af dómstólum með eins ítarlegum og skýrum hætti og mögulegt er.
Eitt af því sem vafist hefur fyrir mönnum á þessu réttarsviði er skilgreining á gallahugtaki fasteignakauparéttar. Hvenær telst fasteign gölluð og hvenær er galli, galli? Í fasteignakaupalögunum er hugtakið skilgreint og því jafnframt settar ákveðnar takmarkanir. Í grein þessari verður stuttlega gerð grein fyrir því ákvæði laganna sem lýtur að takmörkunum á gallahugtakinu þegar um smávægilega galla er að ræða. Reifaður verður nýr dómur Hæstaréttar sem án vafa er eitt fyrsta skrefið í skýringu og mótun efnisinntaks þeirra takmarakana sem um ræðir.

Lesa Meira

Ársreikningar húsfélaga

Á húsfélögum hvílir sú skylda samkvæmt lögum til að halda reikninga yfir tekjur og gjöld. Stjórnum húsfélaga ber að sama skapi að innheimta hjá eigendum hlutdeild þeirra í sameiginlegum kostnaði og húsgjöld og varðveita og ávaxta fjármuni húsfélagsins á ábátasaman og tryggan hátt.  
Stjórnum húsfélaga ber að hafa eftirlit með starfi þeirra sem hún hefur ráðið sér til aðstoðar við daglegan rekstur og hvílir á henni sú skylda að sjá til þess að bókhald húsfélags sé fært og haldið á fullnægjandi og glöggan hátt. Í þessu felst að færðir skuli skýrir efnahags- og rekstrarreikningar fyrir húsfélög á ári hverju sem leggja skal fram á aðalfundi húsfélaga sem haldnir skulu ár hver. Rekstur húsfélaga skal vera gagnsær og skýr fyrir eigendur og ber stjórn að veita eigendum upplýsingar og skýringar um öll atriði er varða málefni húsfélaga, rekstur þess, sameiginlegt viðhald og efnahags- og fjárhagsstöðu. 

Lesa Meira

Gjaldkeri á glapstigum

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús ber að taka allar ákvarðanir um sameiginleg málefni á sameiginlegum fundi eigenda þar sem öllum er gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum. Það er mjög útbreiddur misskilningur að stjórn húsfélaga hafi víðtækt vald til ákvarðanatöku um sameign og sameiginleg málefni. Mjög mikilvægt er því að eigendur í fjöleignarhúsum kynni sér reglur fjöleignarhúsalaganna að þessu leyti sem og öðru.

Lesa Meira