Dómur Hæstaréttar nr. 744/2015 – Krafa um endurgreiðslu á leigugreiðslum og hreinsun á innbúi vegna myglusvepps.

Dómur Hæstaréttar nr. 744/2015 – Krafa um endurgreiðslu á leigugreiðslum og hreinsun á innbúi vegna myglusvepps.

E og S höfðuðu mál gegn Á (leigufélag) og kröfðust endurgreiðslu á leigu fyrir tímabilið september 2011 til apríl 2012 ásamt fébótum vegna ætlaðs tjóns á innbúi sem stafað hefði af myglusveppi. Málavextir voru þeir að E og S tóku á leigu íbúð af Á þann 1. september 2011 en fluttu úr henni vegna myglusvepps þann 21. mars 2012, en þá höfðu þau einnig greitt leigu fyrir aprílmánuð 2012. Fram kom að íbúðin hefði verið óíbúðarhæf vegna myglusvepps á því tímamarki þegar E og S tóku við henni en aðstaðan í málinu væri sú að báðir aðilar hefðu efnt leigusamninginn samkvæmt efni sínu á tímabilinu 1. september 2011 til 21. mars 2012. Ómöguleiki kæmi því í veg fyrir að þær gagnkvæmu greiðslur yrðu látnar ganga til bara en E og S voru talin eiga rétt á  endurgreiddri húsleigu eftir að þau fluttu úr íbúðinni þann 21. mars 2012 ásamt aprílmánuð 2012 sem einnig var greiddur. Þá var Á einnig dæmt til að greiða þann kostnað sem féll til við hreinsun á innbúi E og S.  

Dóminn í heild sinni má sjá hér