Sumarleyfi

Sumarleyfi starfsmanna Húseigendafélagsins og þjónusta við félagsmenn.

Kæru félagsmenn.

Nú er sumarið gengið í garð, líka í Húseigendafélaginu.

Félagið leitast við að veita félagsmönnum sínum þá bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni, en hefur ekki bolmagn til að ráða starfsfólk í sumarafleysingar.
Þess í stað dreifir starfsfólk sumarleyfum sínum þannig að við getum alltaf haft skrifstofuna opna í sumar á virkum dögum. 

Við vonum að félagsmenn okkar sýni skilning á því að í sumum tilfellum getur viðbragðstími okkar við fyrirspurnum orðið lengri en ella en við gerum okkar besta.  Einnig gætu sú staða komið upp við veikindi starfsmanns að við þyrftum að loka skrifstofunni en þá leitumst við við að halda símanum opnum fyrir erindi og að svara tölvupóstum eftir fremsta megni, þó mögulega þurfi að forgangsraða verkefnum.

Með kveðju frá starfsfólki Húseigendafélagsins.