Aðalfundir húsfélaga 2020 – tillaga um frestun funda.

Samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda hefur samkomubann þar sem fleiri en 100 koma saman á einum stað verið sett á í fjórar vikur frá miðnætti 15. mars 2020.

Húseigendafélagið beinir þeim tilmælum til húsfélaga að fresta fyrirhuguðum aðalfundum sínum þar til samkomubanni stjórnvalda hefur verið aflétt.

Dagleg starfsemi Húseigendafélagsins helst fyrst um sinn að mestu óbreytt m.a. lögfræðiþjónustan sem nú verður eingöngu veitt með símviðtölum. Einnig er hægt að hringja á skrifstofu okkar við Síðumúla 29, Reykjavík í síma 588 9567 eða að senda okkur tölvupóst á netfangið postur@huso.is.