Ársreikningar húsfélaga

Á húsfélögum hvílir sú skylda samkvæmt lögum til að halda reikninga yfir tekjur og gjöld. Stjórnum húsfélaga ber að sama skapi að innheimta hjá eigendum hlutdeild þeirra í sameiginlegum kostnaði og húsgjöld og varðveita og ávaxta fjármuni húsfélagsins á ábátasaman og tryggan hátt.  
Stjórnum húsfélaga ber að hafa eftirlit með starfi þeirra sem hún hefur ráðið sér til aðstoðar við daglegan rekstur og hvílir á henni sú skylda að sjá til þess að bókhald húsfélags sé fært og haldið á fullnægjandi og glöggan hátt. Í þessu felst að færðir skuli skýrir efnahags- og rekstrarreikningar fyrir húsfélög á ári hverju sem leggja skal fram á aðalfundi húsfélaga sem haldnir skulu ár hver. Rekstur húsfélaga skal vera gagnsær og skýr fyrir eigendur og ber stjórn að veita eigendum upplýsingar og skýringar um öll atriði er varða málefni húsfélaga, rekstur þess, sameiginlegt viðhald og efnahags- og fjárhagsstöðu. 

Lesa Meira

Fjármál húsfélaga.

Borist hafa nokkrar fyrirspurnir um fjármál húsfélaga; hússjóð, bókhald, ársreikninga, endurskoðun og stöðu og úrræði húsfélagsins við vanskil íbúðareigenda. Einnig er spurt um lögmæti húsfunda og hvers beri að gæta svo ákvarðanir þeirra fái staðist gagnvart eigendum og lánastofnunum, verktökum og öðrum viðsemjendum. Þá er spurt um þjónustu Húseigendafélagsins við húsfélög.

Lesa Meira

Fjármál húsfélaga.

Borist hafa fyrirspurnir um fjármál húsfélaga; hússjóð, bókhald, ársreikninga, endurskoðun og úrræði húsfélagsins við vanskil íbúðareigenda. Einnig er spurt  um það hvernig standa beri að húsfundum til að ákvarðanir þeirra fái staðist gagnvart eigendum og út á við. 

Lesa Meira