Fasteignasali fær skell. Skakkt og sigið hús upp á Skaga.

Merkilegur dómur um skyldur og ábyrgð fasteignasala.
Hinn 29. des. s.l. var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands þar sem fasteignasali á Akranesi var dæmdur til að greiða kaupendum tæpar 2 milljónir í bætur vegna galla á húsi sem reyndist skakkt og sigið. Hann var talinn sekur um gáleysi með því að hafa vanrækt að kanna ástand hússins eins rækilega og efni stóðu til. Þessi dómur er athyglisverður fyrir þær sakir að fasteignasali er einn gerður ábyrgur en seljandinn sem byggði húsið og bjó  í því í 30 ár var sýknaður.  Sýkna hans byggðist aðallega á mistökum af kaupenda hálfu við og eftir kaupin og meintu tómlæti þeirra. Þessi héraðsdómur er mjög vandaður og velgrundaður þannig að líkur eru á því að hann verði staðfestur af Hæstarétti ef málinu verður á annað borð áfrýjað.

Lesa Meira

Aðgæsluskylda kaupanda

Samkvæmt lögum um fasteignakaup er aðgæslu- og varúðarskylda kaupenda fasteigna mjög rík.  Þó er ekki um að ræða eiginlega skyldu til skoðunar en þess misskilnings gætir víða.  Regla þessi er ekki nýtilkomin með lagasetningu um fasteignakaup heldur hefur hún verið við lýði áratugi og allt frá örófi fasteignaviðskipta hér á landi.
Þannig geta kaupendur keypt fasteignir án þess að skoða þær, t.d. eingöngu á grundvelli ljósmynda, teikninga eða skriflegrar lýsingar seljanda á þeim. Slíkar aðferðir við kaup eru þó fátíðar og er því yfirleitt þannig farið að kaupendur fasteigna skoða þær almennt vel fyrir kaup, sumir mjög rækilega, t.d. með aðstoð byggingarfróðra aðila.

Lesa Meira