Bílastæði í blíðu og stríðu

Í fjölbýlishúsum eru tíðir árekstrar vegna bílastæða sem eru mörgum mikið hjartans mál. Bílaeign hefur margfaldast og ekki bætir úr skák faraldur húsbíla, hjólhýsa, tjaldvagna og tjaldhýsa. Og  til að bæta gráu ofan á svart eru alls kyns viðhengi; kerrur fyrir hesta, snjósleða, fjórhjól og mótorhjól og báta. Einnig geyma menn vinnubíla á sameiginlegu bílastæði. Stundum er um vígatrukka eða aðra stóra og plássfreka bíla að ræða. Þegar menn eru frekari á stæði en eðlilegt getur talist er stutt í deilur og illindi. Miklar tilfinningar tengjast bílum og bílastæðum og oft er skeggöld og skálmöld á bílastæðum. Bílastæðamál verða gjarnan mjög eldfim og harðvítug. 

Lesa Meira

Landvinningar, dyrasímar og sérmerking bílastæða

Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu svarar hér þremur fyrirspurnum sem borist hafa DV.

Meðeigendur mínir hafa leyfi fyrir hundi en hafa stúkað sameiginlega lóð okkar af með léttri hundagirðingu þannig að þau taka í raun stóran hluta garðsins til einkanota. Mega þau þetta. Geta þau fengið einhvern meiri rétt ef við gerum ekkert í þessu ?

Lesa Meira