Bílskúrshurðar, tryggingar og þvottahús.

Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur Húseigendafélagsins svarar hér nokkrum fyrirspurnum lesenda.

Lesa Meira

Bílskúrshurðaskellir.

Það verður seint ofpredikað fyrir forsvarsmönnum húsfélaga að fylgja lögum í hvívetna og fara að hollum ráðum.  Ella getur illa farið eins og lesa í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. desember s.l. sem snerist um kostnað vegna endurnýjunar á bílskúrshurðum í stóru fjöleignarhúsi; hvort hann væri sameignlegur eða sérkostnaður bílskúrseigenda.  Húsfélagið tók þann bersýnilega ranga pól í hæðina að um sameiginlegan kostnað væri að tefla og skipti honum eftir hlutfallstölum á alla eigendur, líka á þá sem enga bílskúra áttu.  Þetta einfalda og augljósa mál vatt upp á sig og varð stórt og langdregið vegna þrákelkni stjórnar húsfélagins og ráðgjafa hennar.  

Lesa Meira

Ráðstöfun bílskúra

Starfsmönnum Húseigendafélagsins berast oft og á tíðum fyrirspurnir um heimildir eigenda bílskúra á lóðum fjöleignarhúsa til sölu þeirra eða útleigu. Um álitaefnið gilda lög um fjöleignarhús og verður í grein þessari farið fáum orðum um þær helstu meginreglur sem gilda í þessu sambandi. Mjög mikilvægt er fólk þekki rétt sinn að þessu leyti til að forða því að stofnað verði til samninga sem eru ólögmætir og andstæðir lögunum.

Lesa Meira