Eignaskiptayfirlýsingar.

Borist hafa nokkrar fyrirspurnir frá lesendum DV um gerð og efni eignaskiptayfirlýsinga í eldri húsum þar sem fyri hendi eru gamlir skiptasamamningar sem ekki eru alls kostar réttir né  í fullu samræmi við gildandi reglur um eignaskiptayfirlýsingar. Er spurt hvort nauðsyn beri til og skylt að láta gera nýjar eignaskiptayfirlýsingar í slíkum tilvikum.  Einnig er spurt um þörf á nýjum eða breyttum eignskiptayfirlýsingum vegna viðbygginga og breytinga á húsi eða einstökum eignarhlutum.  Sömuleiðis þegar um er að ræða breytingar vegna yfirfæslu milli eigenda á húsrými, bílskúr, bílastæði eða  lóðarhluta.

Lesa Meira

Eitt hús eða fleiri?

Afmörkunin á því hvað telst eitt hús í skilningi laga um fjöleignarhús leggur grunn af hvaða réttindi fasteignareigandi á og hvaða skyldur hann ber gagnvart nágrönnum sínum.  Þegar um eitt og sama hús er að ræða í skilningi laga eru ákvarðanir um skipulag, útlit og hvers kyns framkvæmdir og viðhald sameiginlegar eigendum hússins.  Að sama skapi verður kostnaður vegna sameiginlegra ákvarðana sameiginlegur þeim eigendum.  Um innbyrðis réttarstöðu eiganda sama húss fer eftir fjöleignarhúsalögum.

Lesa Meira

Raðhús - Eitt hús eða fleiri?

Raðhús og önnur sambyggð og samtengd hús geta flokkast sem ein heild eða eitt hús en með öðrum sambyggðum húsum er átt við hús sem eru í enn minni eða lausari tengslum hvert við annað en raðhús og sambyggingar.

Lesa Meira