Húsfriðarspjöll

Gengið af göflum - Grannar í gíslingu

Lesa Meira

Fjölbýli í blíðu og stríðu.

Kynleg hljóð, kjötvinnsla og kattahvörf.

Hinn gullni meðalvegur.  Góður granni er gulli betri.
Í fjölbýlishúsum er fólk undir sama þaki og inn á gafli hvert hjá öðru. Slíkt hefur marga kosti en býður á hinn bóginn upp á vandamál, sem flest má rekja til mannlegra breiskleika og skorti á þeim þroska, tillitssemi og umburðarlyndi, sem er forsenda fyrir heilbrigðu og farsælu sambýli.  Gott sambýli byggist á sífelldri málamiðlun þar sem gagnkvæmur skilningur, virðing, tillitssemi og umburðarlyndi vega þyngst.  Fólk er misjafnt eins og það er margt. Einn vill fjör en annar frið. Einn vakir og bröltir meðan annar vill sofa. Einn vill þetta og annar vill hitt. Einn er fyrirferðamikill og hávær meðan annar er músin sem læðist. Á einn bítur ekkert meðan annar er viðkvæmnin uppmáluð. Meðalhófið er vandratað. Góður granni er gulli betri. 

Lesa Meira

Framkvæmdagleði með hávaða og látum.

Algengt er að kaupendur íbúða í fjöleignarhúsum fari á flug, umturni þeim og endurbyggi. Slíkt veldur sambýlisfólkinu ónæði og raskar ró þess og heimilisfriði.  Stundum er þetta Sagan endalausa og  framkvæmdir spanna langan tíma. Oft er barið, mölvað, sagað og borað á öllum tímum. Slæm umgengni um sameignina er gjarnan fylgifiskur. Eru dæmi um illvígar deilur og stríðsásand  og að íbúðareigendur hafa  flúið hús þegar verst hefur látið. Menn nota jafnvel sleggjur og múrbrjóta til tjáskipta.  Þegar framkvæmdagleðin gengur af göflum eru góð ráð dýr. Hún er oft stjórnlaus, illviðráðanleg og illkynja í þokkabót. Sáttfýsi, sanngirni, málamiðlun, tillitssemi, skilningur og umburðalyndi eru þau bönd sem hún verður hamin í og tamin.. 

Lesa Meira

Framkvæmdir og fyrirgangur.

Eigendur í fjöleignarhúsum þurfa allir einhvern tíman að ráðast í viðhald, breytingar og endurbætur á íbúðum sínum. Það er gömul saga og ný. Eigendur hafa verulegt svigrúm í því efni gagnvart sameigendum þótt slíkar framkvæmdir valdi einatt sambýlisfólkinu ónæði.  Stundum er þetta „Sagan endalausa“ og  framkvæmdir spanna langan tíma. Oft er barið, mölvað, sagað og borað á öllum tímum. Slæm umgengni um sameignina er oft fylgifiskur. Eru dæmi um illvígar deilur vegna þessa og að íbúðareigendur hafi  jafnvel flúið hús þegar verst hefur látið. Menn nota jafnvel sleggjur og múrbrjóta til tjáskipta.  Þegar framkvæmdagleðin gengur af göflum eru góð ráð dýr. Hún er oft stjórnlaus, illviðráðanleg og illkynja í þokkabót. Sáttfýsi, sanngirni, málamiðlun, tillitssemi, skilningur og umburðalyndi eru þau bönd sem hún verður hamin í og tamin.. 

Lesa Meira

Friðarspjöll í fjölbýli.

Borist hafa fyrirspurnir frá forsvarmönnum húsfélaga vegna alvarlegra brota eigenda og íbúa. Um er að ræða svokölluð dópgreni þar sem eiturlyf, brennivín, ofbeldishneigð, geðbilun og ranghugmyndir mynda háskalega blöndu og skapa neyðarástand. Landsliðið í sukki, dópi, ofbeldi og afbrotum, rottar sig þar saman og gefur dauðan og djöfulinn í “pakkið í húsinu”.

Lesa Meira

Grannar í gíslingu.

Það færist í vöxt að dópistar og glæpahyski hreiðri um sig í friðsælum húsum og hverfum. Hús sem áður hýstu sómakært fólk verða á einni nóttu athvarf ofbeldismanna og gæfuleysingja. Málum vegna dópgrenja fer fjölgandi þar sem eiturlyf, brennivín, ofbeldi og ranghugmyndir mynda háskalega blöndu. Friðarspillar fara sínu fram með ónæði, yfirgangi, ofbeldi, spellvirkjum og hótunum og skeyta engu um líf og velferð sambýlisfólksins.. Sóðaskapur er yfirgengilegur og skemmdarverk daglegt brauð. Sprautur og pillur eins og hráviði fyrir fótum barna. Þeir sem kvarta fá fyrir ferðina. Fólk upplifir sig bjargarlaust í gíslingu og spyr hvað sé til ráða. 

Lesa Meira

Hljóð sem segja sex.

Eigendum fjöleignarhúsa er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum. Í flestum tilvikum lukkast sambýlið til með ágætum. Hin nauðsynlegu gildi, tillitssemi og umburðalyndi, eru í heiðri höfð hjá flestum.

Lesa Meira

Hljóðfæraleikur í fjölbýli

Húseigendafélaginu berast fjölmargar fyrirspurnir um hvaða reglur gildi um heimildir eigenda til hljóðfæraleiks í fjöleignarhúsum, s.s. á hvaða tímum sé heimilt að leika á hljóðfæri, hvort heimilt sé að reka hljóðfærakennslu í fjöleignarhúsum og að hvaða marki eigendur verði að þola slíka iðkun annarra eigenda. 

Lesa Meira

Húsfriðarspjöll - Gengið af göflum - Grannar í gíslingu.

Á íbúum fjölbýlishúsa hvílir sú skylda að haga framkomu sinni, hagnýtingu og umgengni, þannig að aðrir íbúar verði ekki fyrir meiri ama og óþægindum en óhjákvæmilegt er. Þeim ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns og ekki má hagnýta sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en hún er ætluð. Íbúum ber að virða hagsmuni og rétt sambýlinga og fara að skráðum og óskráðum umgengnisreglum og ákvörðunum húsfélagsins og að lögum, góðum siðum og venjum í hvívetna. Hin gullnu gildi sem ráða hvernig gengur og fer eru tillitssemi og umburðarlyndi. Þau verða að vera til staðar í ríkum mæli og í góðu jafnvægi ef sambýlið á að lukkast. Öll mannleg háttsemi, lestir og brestir, getur orðið að brotum og ónæði í augum og eyrum granna og dæmin sanna að fólk getur verið hver öðru til ama og leiðinda á óteljandi vegu. 

Lesa Meira

Sláttumenn dauðans.

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess  að ráðast til atlögu við það  með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð.  Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni.

Lesa Meira

Vandamál vegna geðveikra í sambýli og nábýli!

Það koma alltaf annað veifið til Húseigendafélagsins mál vegna óþæginda og ónæðis af völdum geðsjúks fólks í sambýli. Óþægindin eru misjöfn og af margvíslegum toga. Oft eru þau langt umfram það sem hægt er að ætlast til að sambýlisfólkið uni við. Og stundum er um beina og jafnvel bráða hættu og stríðs- eða umsátursástand að ræða.

Lesa Meira