Aðalfundir húsfélaga

Nú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum sem halda ber einu sinni á ári fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og þýðingarmikil mál sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát.  Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar og greiðsluskyldu eigenda að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Húsfundur getur yfirleitt afgreitt mál með bindandi hætti án tillits til þess hversu margir sækja fund og yfirleitt dugir einfaldur meirihluti mættra fundarmanna til ákvarðana. Húsfundur hefur mikið vald og getur tekið mjög afdrifaríkar og íþyngjandi ákvarðanir sem binda eigendur og þess vegna eru í lögum gerðar ríkar kröfur til húsfunda.

Lesa Meira

Fundargerð og fundarritari

Undir umsjá og ábyrgð fundarstjóra skal rita í sérstaka fundargerðarbók meginatriði allra mála, sem teknar eru fyrir og allar ákvarðanir sem teknar eru og hvernig atkvæði hafa fallið.

Fundarritari sér um að rita í fundargerðarbók og því er mikilvægt að hann hafi góða rithönd og rithraða og kunni vel að greina á milli aðalatriða og aukaatriða.

Lesa Meira

Fundargerðir húsfélaga

Í lögum um fjöleignarhús er kveðið á um að undir umsjá og á ábyrgð fundarstjóra á húsfundum skuli rita í sérstaka fundargerðarbók meginatriði allra mála sem tekin eru fyrir á húsfundum, allar ákvarðanir sem teknar eru og hvernig atkvæði hafa fallið.  Fundargerðir skulu lesnar upp í lok fundar og þær leiðréttar og athugasemdir skráðar.  Þær skulu síðan undirritaðar af fundarstjóra og a.m.k. einum öðrum félagsmanni sem fundurinn hefur tilnefnt til þess.  Fundargerðir skulu jafnan vera aðgengilegar fyrir félagsmenn og eiga þeir rétt á því að fá staðfest endurrit eða ljósrit þeirra. Þessi regla er mjög mikilvægt til að tryggja gagnsæi húsfélaga.
Kærunefnd fjöleignarhúsamála hefur fjallað um aðgengi félagsmanna að fundargerðum og jafnframt hvort heimilt sé fyrir húsfélög að krefjast sérstaks gjalds af félagsmönnum þegar þeim eru veitt endurrit eða ljósrit af fundargerðum.

Lesa Meira