Fasteignasali fær skell. Skakkt og sigið hús upp á Skaga.

Merkilegur dómur um skyldur og ábyrgð fasteignasala.
Hinn 29. des. s.l. var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands þar sem fasteignasali á Akranesi var dæmdur til að greiða kaupendum tæpar 2 milljónir í bætur vegna galla á húsi sem reyndist skakkt og sigið. Hann var talinn sekur um gáleysi með því að hafa vanrækt að kanna ástand hússins eins rækilega og efni stóðu til. Þessi dómur er athyglisverður fyrir þær sakir að fasteignasali er einn gerður ábyrgur en seljandinn sem byggði húsið og bjó  í því í 30 ár var sýknaður.  Sýkna hans byggðist aðallega á mistökum af kaupenda hálfu við og eftir kaupin og meintu tómlæti þeirra. Þessi héraðsdómur er mjög vandaður og velgrundaður þannig að líkur eru á því að hann verði staðfestur af Hæstarétti ef málinu verður á annað borð áfrýjað.

Lesa Meira

Aðgæsluskylda kaupanda

Samkvæmt lögum um fasteignakaup er aðgæslu- og varúðarskylda kaupenda fasteigna mjög rík.  Þó er ekki um að ræða eiginlega skyldu til skoðunar en þess misskilnings gætir víða.  Regla þessi er ekki nýtilkomin með lagasetningu um fasteignakaup heldur hefur hún verið við lýði áratugi og allt frá örófi fasteignaviðskipta hér á landi.
Þannig geta kaupendur keypt fasteignir án þess að skoða þær, t.d. eingöngu á grundvelli ljósmynda, teikninga eða skriflegrar lýsingar seljanda á þeim. Slíkar aðferðir við kaup eru þó fátíðar og er því yfirleitt þannig farið að kaupendur fasteigna skoða þær almennt vel fyrir kaup, sumir mjög rækilega, t.d. með aðstoð byggingarfróðra aðila.

Lesa Meira

Byggingagallafaraldur.

Málum vegna galla á nýjum eignum hefur farið mjög  fjölgandi síðustu  misserin. Það er ekki einskorðað við smágalla heldur er líka um að ræða stórfellda galla.  Fjölgun gallamála er öðrum þræði fylgifiskur þess hve mikið var byggt í góðærinu. Hraðinn og pressan spilaði stóra rullu. Þegar menn hafa mörg járn í eldinum og takmarkaðan tíma þá skila þeir ekki eins vönduðu verki og ella. 

Lesa Meira

Gallar á nýjum eignum. Faraldur eða fáein mál.

Nokkrir kaupendur nýrra húsa og íbúða hafa sent inn fyrirspurnir um réttarstöðu sína vegna margvíslegra galla á eignum sínum og vegna dráttar á afhendingu. Þeir eru mislukkulegir með viðkomandi fasteignasala, sumir hafi staðið sig með prýði en aðrir hafi brugðist og dregið leynt og ljóst taum seljenda. Seljendum bera þeir líka misjafna sögu. Sumir hafi ekkert viljað gera og gefið þeim og kröfum þeirra langt nef eða þá brugðist við með hangandi haus og hendi  meðan aðrir hafi haft góð orð um að bæta úr og leysa málið.

Lesa Meira

Fyrirspurn frá lesanda Fréttablaðsins Galli ?

Árið 1994 keypti ég íbúð í fjölbýlishúsi, fljótlega eftir að flutt var í
 húsið kom fram leki í gegn um glugga, kvartað strax við seljanda, tvisvar
 var reynt að gera við, tókst það nokkuð vel að undanskyldum tveim íbúðum.
 Þrátt fyrir send bréf til seljanda og kvartanir höfum við einungis fengið
 munnleg svör um að ekkert yrði gert til lagfæringa að þeirra hálfi.  Það
 er Bæjarfélag sem stóð fyrir byggingu og var seljandi.
 Hvað get ég gert í þessu máli?
 Fyrirframþakkir
 Þórir

Lesa Meira

Gömul hús og gallar

Þann 1. júní 2002 tóku gildi ný lög um fasteignakaup en það var í fyrsta sinn sem reglur fasteignakauparéttar voru færðar í skráð lög. Með lögunum voru festar í sessi þær reglur sem mótast höfðu áður af dómstólum með eins ítarlegum og skýrum hætti og mögulegt er.
Eitt af því sem vafist hefur fyrir mönnum á þessu réttarsviði er skilgreining á gallahugtaki fasteignakauparéttar. Hvenær telst fasteign gölluð og hvenær er galli, galli? Í fasteignakaupalögunum er hugtakið skilgreint og því jafnframt settar ákveðnar takmarkanir. Í grein þessari verður stuttlega gerð grein fyrir því ákvæði laganna sem lýtur að takmörkunum á gallahugtakinu þegar um smávægilega galla er að ræða. Reifaður verður nýr dómur Hæstaréttar sem án vafa er eitt fyrsta skrefið í skýringu og mótun efnisinntaks þeirra takmarakana sem um ræðir.

Lesa Meira

Stöðvunarréttur í fasteignakaupum.

DV. hefur borist fyrirspurn frá kaupanda gallaðrar fasteignar um það hvort hann megi halda eftir af kaupverðinu til tryggingar gallakröfu sinni. Og ef svo er hversu miklu hann megi halda eftir og hvort það haf einhverja áhættu í för með sér.

Lesa Meira

Upplýsingaskylda seljanda eignar í fjöleignarhúsi

Samkvæmt lögum um fasteignakaup ber seljanda fasteignar almennt að gefa kaupanda allar þær upplýsingar sem hann mátti með réttu búast við að fá.  Þá er ekki nóg að gefnar séu upplýsingar heldur verða þær einnig að vera réttar og upplýsingar sem eru hálfur sannleikur eða varla það eru því rangar í þessum skilningi. Reglan gildir um allar upplýsingar, hvort sem þær eru veittar af seljanda sjálfum við skoðun eignarinnar eða hvort þær koma fram í söluyfirliti eða öðrum kynningargögnum yfir eignina.  Einnig ber seljandi ábyrgð á upplýsingum sem veittar eru kaupanda af maka seljanda, heimilismönnum, fasteignasala og öðrum sem sannanlega koma fram fyrir hönd seljanda. 
Í lögum um fjöleignarhús eru ákveðnar reglur um upplýsingaskyldu seljanda eigna í fjöleignarhúsum og er mjög mikilvægt að seljendur eigna kynni sér vel skyldur sínar að þessu leyti. Er markmið reglnanna að tryggja að sem gleggst gögn og upplýsingar liggi fyrir við sölu og koma þannig í veg fyrir deilur og eftirmál síðar varðandi sameiginlegan kostnað. 

Lesa Meira