Garðverkin

Sumarið er helsti tími garðverka.  Þar sem lóð er sameiginleg, eins og á við um flestar fjölbýlishúsalóðir, og lóðinni hefur ekki verið skipt upp eða einstakir hlutar hennar tilheyra tilteknum eigendum geta vaknað spurningar um hvernig skuli staðið af umhirðu lóðar og framkvæmdum og hvernig kostnaður skiptist milli sameigenda.

Lesa Meira

Sláttumenn dauðans.

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess  að ráðast til atlögu við það  með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð.  Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni.

Lesa Meira

Umhirða garðs og lóðar í fjölbýli

Fyrirspurn:
Ég bý í fjórbýli og hef alltaf séð alveg um garðinn. Í fyrstu fannst mér þetta allt í lagi en þetta hefur undið upp á sig og núna vil ég ekki standa í þessu einn og hreinlega gremst að sjá nágranna mína á sólpallinum í afslöppun meðan ég er sveittur í garðinum að vinna. Þetta hefur ekki verið rætt beinlínis og ég hef aldrei krafið neinn um kostnað nema vegna stærri útgjalda s.s. trjáklipping og eitrun. Hvað get ég gert til þess að fá aðra í húsinu til að taka þátt í garðverkum og öllum tilfallandi kostnaði ?

Lesa Meira