Húsfriðarspjöll

Gengið af göflum - Grannar í gíslingu

Lesa Meira

Að mála skrattann á vegginn.

 “Veggskreytingar” geta greinlega verið með ýmsu móti og hugarfarið að baki þeim líka. Þær geta verið allt frá bústnum englum, biblíutilvinunum, blómum og álfum til djöfla,  kláms, subbuskapar, hatursáróðurs og svívirðinga af öllum toga. Allt þetta getur verið sjónmengun og atlögur að fegurðarskyni fólks og blygðunarsemi.   Sjónmengun getur verið alveg jafn slæm og óþolandi fyrir nágranna og annars konar áreiti sem oftar reynir á eins og  t.d. hávaði, reykur, vatn , titringur og tré á lóðamörkum. Það er margt bröltið sem valdið getur nágranna ama og óþægindum og honum kann að vera óskylt að una við. Stundum getur hann gripið til lagalegra úrræða til að stöðva athafnir sem fara úr hófi og fela í sér brot gagnvart honum. Stundum verður hann að láta við það sitja að krefjast þess að úr óþægindunum sé dregið niður að þeim mörkum sem hann verður að þola. Sumar athafnir nágranna verð menn að umlíða jafn vel þótt truflun, ónæði og leiðindi stafi af  þeim.

Lesa Meira

Bombur í bakgarðinum.

Í tilefni og framhaldi forsíðufréttar í 24 Stundum í gær um sprengiveislu í Meðalholti má benda á eftirfarandi.

Lesa Meira

Dýrið gengur laust !!

Til Húseigendafélagsins rata mörg deilumál vegna alls kyns dýra og  klassísk eru mál vegna hunda og katta í fjölbýli. Páfagaukar eru líka að koma sterkir inn sem ónæðisvaldar. Þeir geta valdið miklu ónæði með skrækjum og valdið ofnæmi . Svo geta þeir sumir bæði mjálmað og gelt. Í fjöleignarhúsalögunum eru sérreglur um hunda og ketti sem eru þau gæludýr sem oftast valda úlfúð í fjölbýli og þéttbýli. Í þessari grein er fjallað almennt um grennd, nábýli og gæludýrahald en ekki einblínt á hunda og ketti.  Dýr eru og hafa um aldir alda verið fylgifiskar manna.  Menn og dýr bindast sterkum böndum.  Dýr hafa fylgt manninum frá örófi í gegnum þykkt og þunnt. Sú taug er römm. Það er eðlilegur hluti af lífi og tilveru margra manna að halda dýr í húsum sínum. Það er venjuhelgaður réttur manna að halda gæludýr  en sá réttur er ekki alger og takmarkast af rétti granna til að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi án ama, ónæðis og óþæginda,  sem ábyrgðarlausu dýrahaldi granna vill fylgja.

Lesa Meira

Grannar í gíslingu.

Það færist í vöxt að dópistar og glæpahyski hreiðri um sig í friðsælum húsum og hverfum. Hús sem áður hýstu sómakært fólk verða á einni nóttu athvarf ofbeldismanna og gæfuleysingja. Málum vegna dópgrenja fer fjölgandi þar sem eiturlyf, brennivín, ofbeldi og ranghugmyndir mynda háskalega blöndu. Friðarspillar fara sínu fram með ónæði, yfirgangi, ofbeldi, spellvirkjum og hótunum og skeyta engu um líf og velferð sambýlisfólksins.. Sóðaskapur er yfirgengilegur og skemmdarverk daglegt brauð. Sprautur og pillur eins og hráviði fyrir fótum barna. Þeir sem kvarta fá fyrir ferðina. Fólk upplifir sig bjargarlaust í gíslingu og spyr hvað sé til ráða. 

Lesa Meira

Margt býr í grenndinni.

Ónæði í óteljandi myndum. 
Algengt er að ágreiningur rísi um hagnýtingar- og athafnfrelsi fasteignareigenda  andspænis og friðar- og næðisrétt þeirra sem í nágrenninu búa.  Hvað má og hvað má ekki, hvað verður granni að þola og hvað ekki? Umdeild hagnýting og ónæði getur falist í mörgu og misjöfnu og ónæðið sömuleiðis.  Má nefna byggingaframkvæmdir, hávaða reyk, vatn, titring, óþef, sóðaskap sjónmengun, loftmengun, ljósagang, uppgröft , jarðrask trjágróður, girðingar og tilfæringar á lóðamörkum. Deilur um trjágróðri er tíður og oft illvígur, einkum asparmálin enda má með sanni segja að aspirnar séu ört vaxandi vandamál.

Lesa Meira

Grenndarreglur um lóðamörk.

Eigendum samliggjandi lóða ber skylda til að standa saman að frágangi á lóðarmörkum. Skylda í því efni er rík en nær þó ekki lengra en til að  girða og afmarka af lóðir með venjulegum hætti og til tilfæringa og ráðstafanna til að koma í veg fyrir tjón, hættu, vansa eða óprýði. Ef annar hvor eigenda vill af einhverjum ástæðum ganga lengra en hóflegt og venjulegt getur talist þá getur hann almennt ekki knúið það fram með lagalegum úrræðum og fengið hinn eigandann dæmdan til að taka þátt í kostnaðinum.

Lesa Meira

Hljóð sem segja sex.

Eigendum fjöleignarhúsa er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum. Í flestum tilvikum lukkast sambýlið til með ágætum. Hin nauðsynlegu gildi, tillitssemi og umburðalyndi, eru í heiðri höfð hjá flestum.

Lesa Meira

Hljóðfæraleikur í fjölbýli

Húseigendafélaginu berast fjölmargar fyrirspurnir um hvaða reglur gildi um heimildir eigenda til hljóðfæraleiks í fjöleignarhúsum, s.s. á hvaða tímum sé heimilt að leika á hljóðfæri, hvort heimilt sé að reka hljóðfærakennslu í fjöleignarhúsum og að hvaða marki eigendur verði að þola slíka iðkun annarra eigenda. 

Lesa Meira

Húsfriðarspjöll - Gengið af göflum - Grannar í gíslingu.

Á íbúum fjölbýlishúsa hvílir sú skylda að haga framkomu sinni, hagnýtingu og umgengni, þannig að aðrir íbúar verði ekki fyrir meiri ama og óþægindum en óhjákvæmilegt er. Þeim ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns og ekki má hagnýta sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en hún er ætluð. Íbúum ber að virða hagsmuni og rétt sambýlinga og fara að skráðum og óskráðum umgengnisreglum og ákvörðunum húsfélagsins og að lögum, góðum siðum og venjum í hvívetna. Hin gullnu gildi sem ráða hvernig gengur og fer eru tillitssemi og umburðarlyndi. Þau verða að vera til staðar í ríkum mæli og í góðu jafnvægi ef sambýlið á að lukkast. Öll mannleg háttsemi, lestir og brestir, getur orðið að brotum og ónæði í augum og eyrum granna og dæmin sanna að fólk getur verið hver öðru til ama og leiðinda á óteljandi vegu. 

Lesa Meira

Jólaljósvíkingar skreyta liðugt.

Þegar aðventan brestur á og jólin nálgast eins og óð fluga rennur á marga húseigendur skreytingaræði sem breiðist út og magnast með hverju árinu. Þetta er bráðsmitandi og leggst eins og aðrir barnasjúkdómar þyngst á miðaldra húseigendur. Jólaskreytingar utanhúss verða yfirgengilegri með hverju árinu.  Það sem í fyrra þótti bakkafullur lækur bliknar miðað við dýrðina nú og þykir lítið og vesælt.  Einhver sagði einhvern tíman: “VERÐI LJÓS” og hefur örugglega haft eitthvað pent í huga, bætir nú vísast við: “VÁÁ!!.”

Lesa Meira

Óðar aspir og lóðamörk.

Borist hafa fyrirspurnir viðvíkjandi réttarstöðu og samskipti eigenda aðliggjandi lóða og þá sér í sér í lagi um aspir og frágang  lóðamörkum.  

Lesa Meira

Skötustækja.

Nú brestur brátt á með skötusuðu og skötuáti sem nær hæstum hæðum á Þorláksmessu og er eitur í nösum þorra fólks.  Spurt er hvort þessum ófögnuði í skötulíki megi ekki úthýsa úr mannabústöðum. Menn þrá gamla, góða, jólailminn af eplum, appelsínum, kanil, negul og barri, sem skötustækjan  drepur. Annað veifið koma upp mál út af óþef frá íbúðum í fjölbýlishúsum. Stundum hefur fólk mánuðum og árum saman fyllt íbúðir sínar af sorpi og úrgangi. Slíku fylgir ferleg lykt sem þó er hátíð og sem ljúfur ilmur miðað við skötustækju sem er allra lykta verst.

Lesa Meira

Sláttumenn dauðans.

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess  að ráðast til atlögu við það  með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð.  Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni.

Lesa Meira