Húsfélag vanrækir viðhald

Sú meginregla gildir í fjöleignarhúsum að allar sameiginlegar ákvarðanir eigenda ber að taka á löglega boðuðum húsfundi samkvæmt fjöleignarhúsalögunum.  Lögin mæla þó fyrir um undantekningu frá þessari meginreglu en samkvæmt henni er einstökum eigendum heimilt að grípa til einhliða ráðstafana í vissum tilvikum.  Nánar tiltekið getur eigandi látið framkvæma nauðsynlegar viðgerðir á sameign á kostnað allra, ef hún eða séreignarhlutar liggja undir skemmdum vegna vanrækslu á viðhaldi og húsfélagið eða aðrir eigendur hafa ekki, þrátt fyrir tilmæli og áskoranir, fengist til samvinnu og til að hefjast handa í því efni.  

Lesa Meira