Heimreiðir. Aðkeyrslur. Bílastæði.

Hæstaréttardómur 26. maí 2011. 

Heimreiðir eru algengt deiluefni í minni fjölbýlishúsum þar sem innkeyrsla er að bílskúr eða bílskúrum sem tilheyra sumum en ekki öllum. Deilt er um rétt til að leggja bílum í innkeyrslu og framan við bílskúra, um aðkomuréttinn og kostnað við standsetningu, viðhald og rekstur.  Réttur eigenda fer í fyrsta lagi eftir því sem segir í þinglýsum heimildum um húsið en þar er sjaldnast stafur um það.  Menn  deila og stundum í  blóðillu hver eigi innkeyrsluna og hver megi leggja hvar. Ef ekkert segir í þinglýstum gögnum er lóðin, þar á meðal innkeyrslan, í sameign allra en ekki í séreign bílskúrseigenda. Bílskúrseigendur eiga hins vegar rétt á hindrunarlausri aðkomu að bílskúrum sínum og það þýðir að aðrir mega ekki tálma eða hindra hana með því að leggja bílum þar að staðaldri a.m.k. Að því leyti er réttur þeirra aukinn umfram aðra.

Lesa Meira