Húsfélög

Fjöleignarhús og húsfélög.
Fjöleignarhús eru hús sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign. Þau geta verið fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, blandað húsnæði og húsnæði til annars en íbúðar. Fjöleignarhús geta verið frá tvíbýlishúsum upp í stórhýsi með tugum og jafnvel hundruðum eignarhluta. Um fjöleignarhús gilda sérstök lög sem eru nr. 26 frá árinu 1994. Sameiginlegum málum verða eigendur fjöleignarhúsa að ráða í félagi. Þess vegna eru húsfélög lögboðin. Fjöleignarhús skipta tugum þúsunda og í hverju þeirra er húsfélag. Húsfélög eru því mýmörg og í þeim eru í það minnsta tugþúsundir félagsmenn. Húsfélagaformið er vísast algengasta félagaformið hér á landi og oft er húsfélag eina félagið sem fólk þekkir og tekur þátt í. 

Lesa Meira

Kostnaðarskipting í fjöleignarhúsum.

Fjöleignarhús.
Fjöleignarhús eru hús sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign allra eða sumra. Þau geta verið mjög mismunandi að stærð eðli og gerð. Fjöleignarhús geta verið fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, blandað húsnæði og húsnæði til annars en íbúðar. Fjöleignarhús geta verið frá tvíbýlishúsum upp í stórhýsi með tugum og jafnvel hundruðum eignarhluta.

Lesa Meira

Þýðing hlutfallstalna.

Hverri séreign í fjöleignarhúsi tilheyrir hlutdeild í sameign eftir ákveðinni hlutfallstölu, hafi hún verið ákveðin. Að öðrum kosti eru allir séreignarhlutar jafnréttháir og bera jafnar skyldur. Ákvörðun hlutfallstölu er þannig ekki skyldubundin.
Eignarhlutar eru langt frá því að vera alltaf eins og því er mikilvægt að hlutfallstala sé ákvörðuð svo skipting réttinda og skyldna sé eðlileg og rétt. Séreignarhlutum fylgja eftir hlutfallstölum réttindi og skyldur til að taka þátt í húsfélagi og hefur hún mikla þýðingu varðandi innbyrðis samskipti eigenda, réttindi þeirra og skyldur.
Hafi hlutfallstala verið ákveðin skal koma fram í eignaskiptayfirlýsingu hver sé hlutfallstala (hlutfallstölur) hvers séreignarhluta. Hlutfallstölur getur einnig verið unnt að ráða af öðrum heimildum, t.d. skiptasamningi eða afsali.

Lesa Meira