Fólk og dýr í fjölbýli

Um hunda, ketti, blindan hrút og ást í meinum.

Lesa Meira

Dýrið gengur laust !!

Til Húseigendafélagsins rata mörg deilumál vegna alls kyns dýra og  klassísk eru mál vegna hunda og katta í fjölbýli. Páfagaukar eru líka að koma sterkir inn sem ónæðisvaldar. Þeir geta valdið miklu ónæði með skrækjum og valdið ofnæmi . Svo geta þeir sumir bæði mjálmað og gelt. Í fjöleignarhúsalögunum eru sérreglur um hunda og ketti sem eru þau gæludýr sem oftast valda úlfúð í fjölbýli og þéttbýli. Í þessari grein er fjallað almennt um grennd, nábýli og gæludýrahald en ekki einblínt á hunda og ketti.  Dýr eru og hafa um aldir alda verið fylgifiskar manna.  Menn og dýr bindast sterkum böndum.  Dýr hafa fylgt manninum frá örófi í gegnum þykkt og þunnt. Sú taug er römm. Það er eðlilegur hluti af lífi og tilveru margra manna að halda dýr í húsum sínum. Það er venjuhelgaður réttur manna að halda gæludýr  en sá réttur er ekki alger og takmarkast af rétti granna til að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi án ama, ónæðis og óþæginda,  sem ábyrgðarlausu dýrahaldi granna vill fylgja.

Lesa Meira

Hundar, kettir, fólk og friður í fjölbýli.

Til Húseigendafélagsins rata mörg deilumál vegna hunda og katta í fjölbýli sem eru þau gæludýr sem oftast valda ónæði, raska ró og kveikja úlfúð í fjölbýli.  Þau dýr hafa fylgt manninum frá örófi og sú taug er mjög römm og inngróin.  Það er víðast talinn allt að því helgur réttur manna að halda gæludýr en sá réttur er ekki alger og takmarkast af rétti granna til að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi án ama, ónæðis og óþæginda, sem af dýrum stafar eða getur stafað, standi eigendur sig ekki í stykkinu.  Einhver sagði, og örugglega með réttu, að hundurinn sé besti vinur mannsins. En ef maðurinn er besti vinur hundsins, þá á hundgreyið ekki sjö daganna sæla, bætti annar vitringur við.

Lesa Meira