Gluggagægjur.

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist DV um glugga í fjöleignarhúsum; hvernig skipta beri kostnaði vegna viðgerða og endurnýjunar á gluggum og hvernig standa beri að ákvarðanatöku í því efni.

Lesa Meira

Hagnýting séreignar

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús hefur eigandi íbúðar og eignarhluta í fjölbýlishúsi einn rétt til hagnýtingar og umráða yfir sinni séreign með þeim takmörkunum einum sem greinir í lögunum, öðrum lögum, óskráðum grenndarreglum, eðli máls eða byggjast á löglegum ákvörðunum og samþykktum húsfélags.

Lesa Meira

Hvað má geyma hvar.

Spurning:
Nýlega breytti hússtjórn nýtingu hjólageymslu á þann veg að aðeins reiðhjól fá þar inni. Tvö vélhjól eru í hjólageymslu nú og hefur hússtjórn beðið um að þau verði fjarlægð. Helstu málsbætur vélhjólaeigenda eru þær að vélhjól hafa verið leyfð frá 1984 auk þess sem bílastæði við húsið eru af skornum skammti. Getur hússtjórn takmarkað þegar áunna hefð vélhjóla í hjólageymslu.

Lesa Meira

Kostnaðarskipting í fjöleignarhúsum.

Fjöleignarhús.
Fjöleignarhús eru hús sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign allra eða sumra. Þau geta verið mjög mismunandi að stærð eðli og gerð. Fjöleignarhús geta verið fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, blandað húsnæði og húsnæði til annars en íbúðar. Fjöleignarhús geta verið frá tvíbýlishúsum upp í stórhýsi með tugum og jafnvel hundruðum eignarhluta.

Lesa Meira

Landvinningar, dyrasímar og sérmerking bílastæða

Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu svarar hér þremur fyrirspurnum sem borist hafa DV.

Meðeigendur mínir hafa leyfi fyrir hundi en hafa stúkað sameiginlega lóð okkar af með léttri hundagirðingu þannig að þau taka í raun stóran hluta garðsins til einkanota. Mega þau þetta. Geta þau fengið einhvern meiri rétt ef við gerum ekkert í þessu ?

Lesa Meira

Sameign eða séreign?

Sameign allra eigenda í fjöleignarhúsi er skilgreind sem allir þeir hlutar húss, bæði innan og utan, sem ekki eru ótvírætt í séreign. Í fjöleignarhúsum er sameign meginregla, sem þýðir að jafnan eru löglíkur fyrir því að tiltekið húsrými og annað sé í sameign. Sameign þarf ekki að sanna heldur þarf sá, sem gerir séreignartilkall, að sýna fram á að um séreign sé að ræða. Takist ekki að sanna að húshluti sé séreign er um sameign að ræða.

Lesa Meira

Sérkostnaður eða sameiginlegur

Í fjöleignarhúsum er eignarréttur hvers eiganda blandaður ef svo má segja.  Þannig teljast ákveðnir hluta húss til séreignar tiltekins eiganda á meðan aðrir hlutar þess eru í sameign eigenda.  Réttindi og skyldur eiganda eru talsvert ólík eftir því hvort í hlut á séreign hans eða sameignin.  Eitt af því sem aðgreining þessi hefur áhrif á er hvernig kostnaður skiptist milli eigenda fjöleignarhúss. Eigandi skal að jafnaði einn bera kostnað af því sem tilheyrir séreign hans en kostnaður vegna sameignar hússins telst sameiginlegur eigendum og deilist niður á þá.  

Lesa Meira