Skattskylda húsfélaga.

Húsfélög teljast ekki skattskyldur lögaðili vegna hefðbundinnar starfsemi þeirra eða vegna eigna sem eru í óskiptri sameign eigenda að fjöleignarhúsi og skattskyldra tekna sem stafa af eignum þessum. 
Í úrskurði yfirskattanefndar í máli nr. 302/1997 var þetta staðfest. Mál þetta snerist um skattlagningu tekna hjá húsfélagi vegna útleigu einstakra eignarhluta (sérstakra fasteigna), sem skráðar voru á húsfélagið og álagningu eignarskatts á húsfélagið vegna þessara eigna. Húsfélagið hafði leigutekjur af íbúðarhúsnæði, iðnaðarhúsnæði og húsnæði sem nýtt var fyrir leikskóla, hárgreiðslustofu o.fl. 
Óumdeilt var að umræddar tekjur og eignir væru skattskyldar en megin ágreiningsefnið var hvort skattleggja bæri tekjur þessar hjá húsfélaginu eða hvort tekjur þessar tilheyri einstökum íbúðareigendum eftir eignarhlutdeild þeirra.

Lesa Meira