Skil leiguhúsnæðis

Mjög algengt er að upp komi vandkvæði við útleigu á húsnæði vegna óvandaðs frágangs á húsleigusamningum og fleiri atriðum. Mikilvægt er að huga vel að öllum atriðum sem máli geta skipt í réttarsambandi því sem verið er að stofna til á milli leigutaka og leigusala og að aðilar í leigusambandi hafi kynni sér vel rétt sinn samkvæmt húsaleigulögum.
Við skil á leiguhúsnæði og hugsanlegan bótarétt leigusala á hendur leigutaka vegna skemmda á hinu leigða gilda sérstakar reglur samkvæmt lögunum og verður fjallað í stuttu máli um þær ásamt því að reifað verður nýtt álit kærunefndar húsaleigumála.

Lesa Meira