Fasteignasali fær skell. Skakkt og sigið hús upp á Skaga.

Merkilegur dómur um skyldur og ábyrgð fasteignasala.
Hinn 29. des. s.l. var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands þar sem fasteignasali á Akranesi var dæmdur til að greiða kaupendum tæpar 2 milljónir í bætur vegna galla á húsi sem reyndist skakkt og sigið. Hann var talinn sekur um gáleysi með því að hafa vanrækt að kanna ástand hússins eins rækilega og efni stóðu til. Þessi dómur er athyglisverður fyrir þær sakir að fasteignasali er einn gerður ábyrgur en seljandinn sem byggði húsið og bjó  í því í 30 ár var sýknaður.  Sýkna hans byggðist aðallega á mistökum af kaupenda hálfu við og eftir kaupin og meintu tómlæti þeirra. Þessi héraðsdómur er mjög vandaður og velgrundaður þannig að líkur eru á því að hann verði staðfestur af Hæstarétti ef málinu verður á annað borð áfrýjað.

Lesa Meira

Eigendaskipti

Í fjöleignarhúsalögunum er fjallað um upplýsingaskyldu seljandans við sölu eignarhluta í fjölbýlishúsi.  Það er til að tryggja að sem gleggst gögn og upplýsingar liggi fyrir við sölu og koma þannig í veg fyrir deilur og eftirmál síðar.  

Áður en kaupsamningur er gerður og undirritaður skal seljandi kynna kaupanda reikninga húsfélagsins og stöðuna gagnvart hússjóði.  Seljandi skal ennfremur gefa fullnægjandi og tæmandi upplýsingar um yfirstandandi eða fyrirhugaðar framkvæmdir, viðgerðir eða endurbætur.  Seljandi skal ef því verður viðkomið leggja fram vottorð frá húsfélaginu um þessi atriði.

Lesa Meira

Upplýsingaskylda seljanda eignar í fjöleignarhúsi

Samkvæmt lögum um fasteignakaup ber seljanda fasteignar almennt að gefa kaupanda allar þær upplýsingar sem hann mátti með réttu búast við að fá.  Þá er ekki nóg að gefnar séu upplýsingar heldur verða þær einnig að vera réttar og upplýsingar sem eru hálfur sannleikur eða varla það eru því rangar í þessum skilningi. Reglan gildir um allar upplýsingar, hvort sem þær eru veittar af seljanda sjálfum við skoðun eignarinnar eða hvort þær koma fram í söluyfirliti eða öðrum kynningargögnum yfir eignina.  Einnig ber seljandi ábyrgð á upplýsingum sem veittar eru kaupanda af maka seljanda, heimilismönnum, fasteignasala og öðrum sem sannanlega koma fram fyrir hönd seljanda. 
Í lögum um fjöleignarhús eru ákveðnar reglur um upplýsingaskyldu seljanda eigna í fjöleignarhúsum og er mjög mikilvægt að seljendur eigna kynni sér vel skyldur sínar að þessu leyti. Er markmið reglnanna að tryggja að sem gleggst gögn og upplýsingar liggi fyrir við sölu og koma þannig í veg fyrir deilur og eftirmál síðar varðandi sameiginlegan kostnað. 

Lesa Meira