Húsaleigumolar.

Fyrirframgreiðsla. Tryggingarfé. Sala. Vanskil. Riftun. Útburðarmál.

Lesa Meira

Vanskil á húsaleigu

Greiðsla húsaleigu á réttum tíma er auðvita aðalskyldan sem hvílir á leigjanda samkvæmt húsaleigusamningi.  Greiði hann ekki umsamda leigufjárhæð á réttum tíma getur það haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir hann.  En vanskil geta líka valdið leigusala ýmsum óþægindum og í sumum tilvikum fjárhagslegu tjóni.  Það á því að vera kappsmál leigusala að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að draga úr hættunni á að leiguvanskil valdi honum búsifjum.  Það getur leigusali gert bæði í upphafi, þegar til stendur að leigja út húsnæðið og eftir að vanskil verða.

Lesa Meira