Ráðstafanir til að forðast tjón.

Í fjöleignarhúsum er það meginregla að ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir skulu teknar á húsfundi.  Eigendum er því almennt óheimilt að ráðast á eigin spýtur í framkvæmdir sem snerta sameign hússins en geri þeir það eru aðrir eigendur almennt ekki skyldugir til þess að taka þátt í kostnaði vegna þeirra.  Í sérstökum undantekningartilvikum heimila lög þó einstökum eigendum að grípa til sinna ráða og skuldbinda alla eigendur hússins án þess að samþykki húsfundar liggi fyrir.   Þannig er eigendum heimilt að gera brýnar ráðstafanir til að koma í veg fyrir yfirvofandi tjón á sameign hússins eða einstökum íbúðum á kostnað allra eigenda að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.  Hér er um nokkurs konar neyðarréttarreglu að ræða og á hana kann einkum að reyna í þeim tilvikum þegar lagnir gefa sig eða tjón verður sökum veðurs.  En hver eru skilyrðin fyrir því að aðrir eigendur þurfi að greiða sinn skerf í þeim kostnaði sem til fellur við slíkt tilefni?

Lesa Meira

Vanræksla á viðhaldi

Í fjöleignarhúsum er það meginregla að ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir skulu teknar á húsfundi.  Eigendum er því almennt óheimilt að ráðast á eigin spýtur í framkvæmdir sem snerta sameign hússins en geri þeir það eru aðrir eigendur ekki skyldugir til þess að taka þátt í kostnaði vegna þeirra.  Í sérstökum undantekningartilvikum heimila lög þó einstökum eigendum að grípa til sinna ráða og skuldbinda alla eigendur hússins án þess að samþykki húsfundar liggi fyrir.

Lesa Meira

Verkskyldur og greiðsluskylda.

Að þessu sinni er umfjöllunarefnið verkskyldur sem hvíla á íbúðareigendum í fjöleignarhúsum og greiðsluskylda á hlutdeild í sameiginlegum kostnaði en fyrirspurnir hafa borist DV um þessi atriði. 

Lesa Meira