Eignaskiptayfirlýsingar.

Borist hafa nokkrar fyrirspurnir frá lesendum DV um gerð og efni eignaskiptayfirlýsinga í eldri húsum þar sem fyri hendi eru gamlir skiptasamamningar sem ekki eru alls kostar réttir né  í fullu samræmi við gildandi reglur um eignaskiptayfirlýsingar. Er spurt hvort nauðsyn beri til og skylt að láta gera nýjar eignaskiptayfirlýsingar í slíkum tilvikum.  Einnig er spurt um þörf á nýjum eða breyttum eignskiptayfirlýsingum vegna viðbygginga og breytinga á húsi eða einstökum eignarhlutum.  Sömuleiðis þegar um er að ræða breytingar vegna yfirfæslu milli eigenda á húsrými, bílskúr, bílastæði eða  lóðarhluta.

Lesa Meira

Fjármál húsfélaga.

Borist hafa fyrirspurnir um fjármál húsfélaga; hússjóð, bókhald, ársreikninga, endurskoðun og úrræði húsfélagsins við vanskil íbúðareigenda. Einnig er spurt  um það hvernig standa beri að húsfundum til að ákvarðanir þeirra fái staðist gagnvart eigendum og út á við. 

Lesa Meira

Fjármál húsfélaga.

Borist hafa nokkrar fyrirspurnir um fjármál húsfélaga; hússjóð, bókhald, ársreikninga, endurskoðun og stöðu og úrræði húsfélagsins við vanskil íbúðareigenda. Einnig er spurt um lögmæti húsfunda og hvers beri að gæta svo ákvarðanir þeirra fái staðist gagnvart eigendum og lánastofnunum, verktökum og öðrum viðsemjendum. Þá er spurt um þjónustu Húseigendafélagsins við húsfélög.

Lesa Meira

Fundarstjórn á húsfundum.

Á húsfundum eru gjarnan teknar ákvarðanir um dýrar framkvæmdir og ráðstafanir, sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar fyrir húsfélög og veruleg fjárútlát.  Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar um framkvæmdir og fyrir greiðsluskyldu eigenda, að ákvörðunin hafi verið tekin á húsfundi sem er rétt og löglega boðaður og haldinn. Það eru  mörg  dæmi um húsfélög og stjórnarmenn þeirra, sem hafa orðið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna misbresta við undirbúning og framkvæmd húsfunda.  Mjög mikilvægt er að fundum sé stýrt af kunnáttu og röggsemi af fundarstjóra sem kann veit sínu viti í fundarsköpum og málefnum fjöleignarhúsa.  Lélegur fundarstjóri er oft verri en enginn.  Mistök  fundarstjóra draga oft vondan dilk á efir sér.  Sömuleiðis ef hann misfer, viljandi eða óviljandi , með vald sitt. 

Lesa Meira

Hvað má geyma hvar.

Spurning:
Nýlega breytti hússtjórn nýtingu hjólageymslu á þann veg að aðeins reiðhjól fá þar inni. Tvö vélhjól eru í hjólageymslu nú og hefur hússtjórn beðið um að þau verði fjarlægð. Helstu málsbætur vélhjólaeigenda eru þær að vélhjól hafa verið leyfð frá 1984 auk þess sem bílastæði við húsið eru af skornum skammti. Getur hússtjórn takmarkað þegar áunna hefð vélhjóla í hjólageymslu.

Lesa Meira

Stöðvunarréttur í fasteignakaupum.

DV. hefur borist fyrirspurn frá kaupanda gallaðrar fasteignar um það hvort hann megi halda eftir af kaupverðinu til tryggingar gallakröfu sinni. Og ef svo er hversu miklu hann megi halda eftir og hvort það haf einhverja áhættu í för með sér.

Lesa Meira

Að mála skrattann á vegginn.

 “Veggskreytingar” geta greinlega verið með ýmsu móti og hugarfarið að baki þeim líka. Þær geta verið allt frá bústnum englum, biblíutilvinunum, blómum og álfum til djöfla,  kláms, subbuskapar, hatursáróðurs og svívirðinga af öllum toga. Allt þetta getur verið sjónmengun og atlögur að fegurðarskyni fólks og blygðunarsemi.   Sjónmengun getur verið alveg jafn slæm og óþolandi fyrir nágranna og annars konar áreiti sem oftar reynir á eins og  t.d. hávaði, reykur, vatn , titringur og tré á lóðamörkum. Það er margt bröltið sem valdið getur nágranna ama og óþægindum og honum kann að vera óskylt að una við. Stundum getur hann gripið til lagalegra úrræða til að stöðva athafnir sem fara úr hófi og fela í sér brot gagnvart honum. Stundum verður hann að láta við það sitja að krefjast þess að úr óþægindunum sé dregið niður að þeim mörkum sem hann verður að þola. Sumar athafnir nágranna verð menn að umlíða jafn vel þótt truflun, ónæði og leiðindi stafi af  þeim.

Lesa Meira

Bílastæði í blíðu og stríðu

Í fjölbýlishúsum eru tíðir árekstrar vegna bílastæða sem eru mörgum mikið hjartans mál. Bílaeign hefur margfaldast og ekki bætir úr skák faraldur húsbíla, hjólhýsa, tjaldvagna og tjaldhýsa. Og  til að bæta gráu ofan á svart eru alls kyns viðhengi; kerrur fyrir hesta, snjósleða, fjórhjól og mótorhjól og báta. Einnig geyma menn vinnubíla á sameiginlegu bílastæði. Stundum er um vígatrukka eða aðra stóra og plássfreka bíla að ræða. Þegar menn eru frekari á stæði en eðlilegt getur talist er stutt í deilur og illindi. Miklar tilfinningar tengjast bílum og bílastæðum og oft er skeggöld og skálmöld á bílastæðum. Bílastæðamál verða gjarnan mjög eldfim og harðvítug. 

Lesa Meira

Umhirða garðs og lóðar í fjölbýli

Fyrirspurn:
Ég bý í fjórbýli og hef alltaf séð alveg um garðinn. Í fyrstu fannst mér þetta allt í lagi en þetta hefur undið upp á sig og núna vil ég ekki standa í þessu einn og hreinlega gremst að sjá nágranna mína á sólpallinum í afslöppun meðan ég er sveittur í garðinum að vinna. Þetta hefur ekki verið rætt beinlínis og ég hef aldrei krafið neinn um kostnað nema vegna stærri útgjalda s.s. trjáklipping og eitrun. Hvað get ég gert til þess að fá aðra í húsinu til að taka þátt í garðverkum og öllum tilfallandi kostnaði ?

Lesa Meira

Sláttumenn dauðans.

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess  að ráðast til atlögu við það  með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð.  Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni.

Lesa Meira

Margt býr í grenndinni.

Ónæði í óteljandi myndum. 
Algengt er að ágreiningur rísi um hagnýtingar- og athafnfrelsi fasteignareigenda  andspænis og friðar- og næðisrétt þeirra sem í nágrenninu búa.  Hvað má og hvað má ekki, hvað verður granni að þola og hvað ekki? Umdeild hagnýting og ónæði getur falist í mörgu og misjöfnu og ónæðið sömuleiðis.  Má nefna byggingaframkvæmdir, hávaða reyk, vatn, titring, óþef, sóðaskap sjónmengun, loftmengun, ljósagang, uppgröft , jarðrask trjágróður, girðingar og tilfæringar á lóðamörkum. Deilur um trjágróðri er tíður og oft illvígur, einkum asparmálin enda má með sanni segja að aspirnar séu ört vaxandi vandamál.

Lesa Meira

Deilt og drottnað í fábýli.

Borist hefur fyrirspurn frá eiganda íbúðar í fjórbýlishúsi varðandi töku ákvarðana um sameiginleg málefni og starfsemi húsfélagsins. Bendir hann á að ákvarðanataka um sameiginleg mál fari ekki fram á húsfundum. Fundarhöld séu fátíð og samráð í skötulíki.   Gjaldkerinn fari að eins og  einræðisherra og ákveði og framkvæmi á eigin spýtur án þess að spyrja kóng eða prest. Hann skammti sér ríflega þóknun fyrir störf sín á samráðs við sameigendur sína. Yfirleitt standi aðrir eigendur frammi fyrir orðnum hlut. Þeir láta flest yfir sig ganga og lúffi í stóru og smáu. 

Lesa Meira

Einangrun þaks

Ég á risíbúð í gömlu fjórbýli þar sem einangrun þaks er mjög ábótavant. Flestum í húsinu finnst orkureikningar háir og vilja láta lagfæra þetta.  Ég er svo sem alveg sammála því en ég er ekki tilbúin að bera þennan kostnað einn. Ekki eru allir sammála um hvort þetta sé mál húsfélagsins eða eingöngu á ábyrgð risíbúðar. Hvaða reglur gilda um þetta ?

Lesa Meira

Svalir – sólskálar – gluggar

Spurt og svarað, pistill í DV.

Ég bý í fjórbýli og svalarhandrið mitt er brotið.  Einnig er sprunga á gólfi svala sem nær í gegn og farið er að leka niður á næstu hæð. Eigandi neðri hæðar telur þetta vera á mína ábyrgð.  Hvað er hið rétta í málinu.

Lesa Meira

Skólp – Sólskyggni – Trjágróður

Spurt og svarað pistill DV.

Ég bý á efstu hæð í fjölbýli og nú virðist sem skólplögn hafi brotnað og brjóta þurfi upp allt gólfið í einni kjallaraíbúð í húsinu. Er þetta sameiginlegur kostnaður allra, kostnaður sumra, þ.e. tveggja íbúða í kjallara, eða einkamál eiganda íbúðarinnar.

Lesa Meira

Gervihnattadiskar og íslenska á húsfundum.

DV hafa borist fyrirspurnir um gervihnattadiska, m.a. frá nýbúum sem vilja geta fylgst með sjónvarpsfréttum að heiman. Þeir líta á diskanna sem þarfaþing og gleðigjafa meðan aðrir finna þeim flest til foráttu og telja þá húslýti, svona líkt og skeggbrodda í andlíti fagurrar konu Diskar leysa miklar tilfinningar úr læðingi og deilur vegna þeirra verða oft harðvítugar. Einnig spyrja nýbúar hvort húsfélagi sé ekki  skylt til að útvega og greiða fyrir túlk fyrir þá á húsfundum.

Lesa Meira

Kostnaðarskipting í fjöleignarhúsum.

Fjöleignarhús.
Fjöleignarhús eru hús sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign allra eða sumra. Þau geta verið mjög mismunandi að stærð eðli og gerð. Fjöleignarhús geta verið fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, blandað húsnæði og húsnæði til annars en íbúðar. Fjöleignarhús geta verið frá tvíbýlishúsum upp í stórhýsi með tugum og jafnvel hundruðum eignarhluta.

Lesa Meira

Verkskyldur og greiðsluskylda.

Að þessu sinni er umfjöllunarefnið verkskyldur sem hvíla á íbúðareigendum í fjöleignarhúsum og greiðsluskylda á hlutdeild í sameiginlegum kostnaði en fyrirspurnir hafa borist DV um þessi atriði. 

Lesa Meira

Bílskúrshurðar, tryggingar og þvottahús.

Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur Húseigendafélagsins svarar hér nokkrum fyrirspurnum lesenda.

Lesa Meira

Óðar aspir og lóðamörk.

Borist hafa fyrirspurnir viðvíkjandi réttarstöðu og samskipti eigenda aðliggjandi lóða og þá sér í sér í lagi um aspir og frágang  lóðamörkum.  

Lesa Meira