Aðgæsluskylda kaupanda

Samkvæmt lögum um fasteignakaup er aðgæslu- og varúðarskylda kaupenda fasteigna mjög rík.  Þó er ekki um að ræða eiginlega skyldu til skoðunar en þess misskilnings gætir víða.  Regla þessi er ekki nýtilkomin með lagasetningu um fasteignakaup heldur hefur hún verið við lýði áratugi og allt frá örófi fasteignaviðskipta hér á landi.
Þannig geta kaupendur keypt fasteignir án þess að skoða þær, t.d. eingöngu á grundvelli ljósmynda, teikninga eða skriflegrar lýsingar seljanda á þeim. Slíkar aðferðir við kaup eru þó fátíðar og er því yfirleitt þannig farið að kaupendur fasteigna skoða þær almennt vel fyrir kaup, sumir mjög rækilega, t.d. með aðstoð byggingarfróðra aðila.

Lesa Meira

Afleiðingar rangrar ákvarðanatöku

Mjög algengt er að fólk ráðfæri sig við Húseigendafélagið þegar sameigendur þeirra í fjöleignarhúsum, hvort sem um er að ræða minni eða stærri hús, grípa til framkvæmda á eigin spýtur og án samráðs við aðra eigendur.  Í slíkum tilvikum vakna upp spurningar hvort þeim sem ekki voru hafðir með í ráðum sé heimilt að krefjast þess að framkvæmdir verði stöðvaðar og hvort þeim sé skylt að greiða kostnað vegna þeirra.

Lesa Meira

Skil leiguhúsnæðis

Mjög algengt er að upp komi vandkvæði við útleigu á húsnæði vegna óvandaðs frágangs á húsleigusamningum og fleiri atriðum. Mikilvægt er að huga vel að öllum atriðum sem máli geta skipt í réttarsambandi því sem verið er að stofna til á milli leigutaka og leigusala og að aðilar í leigusambandi hafi kynni sér vel rétt sinn samkvæmt húsaleigulögum.
Við skil á leiguhúsnæði og hugsanlegan bótarétt leigusala á hendur leigutaka vegna skemmda á hinu leigða gilda sérstakar reglur samkvæmt lögunum og verður fjallað í stuttu máli um þær ásamt því að reifað verður nýtt álit kærunefndar húsaleigumála.

Lesa Meira

Þak eins er annars gólf. Hávaði í fjöleignarhúsum

Húseigendafélaginu berast fjölmargar fyrirspurnir um hvaða reglur gildi um hávaða í fjöleignarhúsum, s.s. á hvaða tímum sé heimilt að bora, negla og iðka aðrar hávaðasamar framkvæmdir.  Þá berast margar fyrirspurnir um hvað sé hægt að gera í þeim tilvikum þegar hljóð berst á milli hæða í meira mæli en eðlilegt getur talist.

Lesa Meira

Hagnýting séreignar

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús hefur eigandi íbúðar og eignarhluta í fjölbýlishúsi einn rétt til hagnýtingar og umráða yfir sinni séreign með þeim takmörkunum einum sem greinir í lögunum, öðrum lögum, óskráðum grenndarreglum, eðli máls eða byggjast á löglegum ákvörðunum og samþykktum húsfélags.

Lesa Meira

Upplýsingaskylda seljanda eignar í fjöleignarhúsi

Samkvæmt lögum um fasteignakaup ber seljanda fasteignar almennt að gefa kaupanda allar þær upplýsingar sem hann mátti með réttu búast við að fá.  Þá er ekki nóg að gefnar séu upplýsingar heldur verða þær einnig að vera réttar og upplýsingar sem eru hálfur sannleikur eða varla það eru því rangar í þessum skilningi. Reglan gildir um allar upplýsingar, hvort sem þær eru veittar af seljanda sjálfum við skoðun eignarinnar eða hvort þær koma fram í söluyfirliti eða öðrum kynningargögnum yfir eignina.  Einnig ber seljandi ábyrgð á upplýsingum sem veittar eru kaupanda af maka seljanda, heimilismönnum, fasteignasala og öðrum sem sannanlega koma fram fyrir hönd seljanda. 
Í lögum um fjöleignarhús eru ákveðnar reglur um upplýsingaskyldu seljanda eigna í fjöleignarhúsum og er mjög mikilvægt að seljendur eigna kynni sér vel skyldur sínar að þessu leyti. Er markmið reglnanna að tryggja að sem gleggst gögn og upplýsingar liggi fyrir við sölu og koma þannig í veg fyrir deilur og eftirmál síðar varðandi sameiginlegan kostnað. 

Lesa Meira

Fyrirspurn frá lesanda Fréttablaðsins Galli ?

Árið 1994 keypti ég íbúð í fjölbýlishúsi, fljótlega eftir að flutt var í
 húsið kom fram leki í gegn um glugga, kvartað strax við seljanda, tvisvar
 var reynt að gera við, tókst það nokkuð vel að undanskyldum tveim íbúðum.
 Þrátt fyrir send bréf til seljanda og kvartanir höfum við einungis fengið
 munnleg svör um að ekkert yrði gert til lagfæringa að þeirra hálfi.  Það
 er Bæjarfélag sem stóð fyrir byggingu og var seljandi.
 Hvað get ég gert í þessu máli?
 Fyrirframþakkir
 Þórir

Lesa Meira

Fyrirspurnir frá lesendum Fréttablaðsins: Hússjóður

Íbúðareigandi og stjórnarmaður í húsfélagi fjölbýlishúss í Grafavogi spyr:
1.    Hvaða reglur gilda um hússjóði í fjölbýlishúsum? 
Er lögskylda að hafa slíkan sjóð?
2.    Er stjórninni heimilt að sekta þá íbúðareigendur sem vanrækja þrif á sameign eða skila henni ekki hreinni á réttum tíma eða svíkjast um aðrar verkskyldur, t.d. varðandi lóðina?

Lesa Meira

Lögveðsréttur samkvæmt lögum um fjöleignarhús

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús hvílir skylda til að greiða hlutdeild séreignar í sameiginlegum kostnaði fjöleignarhúss á þeim aðila sem er eigandi hennar á hverjum tíma. Þegar íbúðareigandi greiðir ekki sinn hlut í sameiginlegum kostnaði eða hússjóði og hinir íbúðareigendurnir greiða hans hluta, eignast húsfélagið og einstakir eigendur lögveð í eignarhluta hans.  Lögveðsheimild þessa er að finna í lögum um fjöleignarhús og er þar um að ræða veðréttindi sem stofnast eftir beinum fyrirmælum laganna.  Með lögveðsákvæði þessu hefur húsfélaginu og eigendum verið tryggð betri réttarstaða en öðrum skuldheimtumönnum viðkomandi skuldara.  Lögveðsrétturinn fyrnist á einu ári og því er mikilvægt fyrir húsfélög að vera vel á verði og grípa til viðeigandi ráðstafna vegna vanskila einstakra eigenda eins fljótt og unnt er.

Lesa Meira

Ábyrgð og skyldur fasteignasala við sölu á íbúðum í fjöleignarhúsum

Þjóðarauður Íslendinga er að stórum hluta falinn í fasteignum og oftast er aleiga fólks undir í viðskiptum um slíkar eignir.  Samningar um fasteignakaup eru þeir algengustu og þýðingarmestu sem venjulegt fólk gerir sín á milli og því er afar brýnt að viðskipti með fasteignir hvíli á traustum grunni.
Í lögum eru fjölmörg ákvæði sem leggja skyldur á fasteignasala og starfsmenn þeirra og er mikilvægt að farið sé í hvítvetna eftir þeim reglum.  Nokkrar af þessum reglum lúta sérstaklega að skyldu fasteignasala til að sjá til þess að fyrir kaupsamning liggi fyrir upplýsingar um stöðu íbúðar í fjöleignarhúsi gagnvart hússjóði og húsfélagi og verður farið fáum orðum um þær í grein þessari og reifaður nýr dómur Hæstaréttar. 

Lesa Meira

Gróður á lóðarmörkum

Húseigendafélagið hefur á undanförnum vikum fengið margar fyrirspurnir um réttarstöðu eigenda fasteigna vegna gróðurs á lóðarmörkum. Ýmis vandamál geta skapast vegna slíks gróðurs og er aðallega um að ræða vandamál vegna apa.  
Því er nú einu sinni þannig farið að hávaxin tré geta verið einum til blessunar og öðrum til bölvunar.  Þannig geta tré sem eru einum til skjóls byrgt útsýni og sólu fyrir öðrum.  Dæmi eru einnig um að tré slúti yfir bílastæði og af þeim falli límkenndur vökvi, t.d. á bifreiðar sem undir þeim standa eða að trjágreinarnar hreinlega rispi bíla, sem leið eiga um.  Jafnframt eru þess dæmi að rótarkerfi trjáa hafi valdið skaða á frárennslislögnum húsa, stéttum og malbiki.  

Lesa Meira

Grillað í fjölbýlishúsum

Nú er sá tími ársins sem menn taka fram grillið og hafa starfsmenn Húseigendafélagsins fengið nokkrar fyrirspurnir er varða heimildir fólks í fjöleignarhúsum til að grilla.  Óhætt er að fullyrða að grilltíminn sé mörgum til mikillar ánægju og yndisauka en hins vegar eru þeir nokkrir sem telja slíka tilburði eingöngu valda ónæði og óþægindum.  Í greinarkorni þessu er leitast við að varpa ljósi á hver réttur fólks er í þessu efni. 

Lesa Meira

Hljóðfæraleikur í fjölbýli

Húseigendafélaginu berast fjölmargar fyrirspurnir um hvaða reglur gildi um heimildir eigenda til hljóðfæraleiks í fjöleignarhúsum, s.s. á hvaða tímum sé heimilt að leika á hljóðfæri, hvort heimilt sé að reka hljóðfærakennslu í fjöleignarhúsum og að hvaða marki eigendur verði að þola slíka iðkun annarra eigenda. 

Lesa Meira

Lóðin mín og lóðin þín

Nú er sá tími kominn að fólk er að skríða undan vetrinum og farið að huga að fjölmörgum hlutum er varða framkvæmdir á  lóðum og utanhússframkvæmdir almennt til að undirbúa vorið og sumarið. Húseigendafélagið fær fjölmargar fyrirrspurnir þessu tengt inn á borð til sín.  Í greinarkorni þessu verður farið nokkrum orðum um þau meginatriði sem eigendur í fjöleignarhúsum þurfa að huga að við framkvæmdir á lóðum.

Lesa Meira

Húsfélag vanrækir viðhald

Sú meginregla gildir í fjöleignarhúsum að allar sameiginlegar ákvarðanir eigenda ber að taka á löglega boðuðum húsfundi samkvæmt fjöleignarhúsalögunum.  Lögin mæla þó fyrir um undantekningu frá þessari meginreglu en samkvæmt henni er einstökum eigendum heimilt að grípa til einhliða ráðstafana í vissum tilvikum.  Nánar tiltekið getur eigandi látið framkvæma nauðsynlegar viðgerðir á sameign á kostnað allra, ef hún eða séreignarhlutar liggja undir skemmdum vegna vanrækslu á viðhaldi og húsfélagið eða aðrir eigendur hafa ekki, þrátt fyrir tilmæli og áskoranir, fengist til samvinnu og til að hefjast handa í því efni.  

Lesa Meira

Uppsögn leigusamnings

Húsaleigulög gilda um leigusamninga um afnot af húsi eða hluta af húsi gegn endurgjaldi hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði. 
Hér verður farið fáum orðum um uppsagnarfresti og hvernig standa beri að uppsögn leigusamninga.

Lesa Meira

Langþráð lög

Þjóðarauður Íslendinga er að stórum hluta falinn í fasteignum og oftast er aleiga fólks undir í viðskiptum um slíkar eignir.  Samningar um fasteignakaup eru þeir algengustu og þýðingarmestu sem venjulegt fólk gerir sín á milli og því er afar brýnt að viðskipti með fasteignir hvíli á traustum grunni.

Lesa Meira

Skaðabótaábyrgð húsfélags og húseigenda

Húsfélög og eigendur fasteigna geta orðið skaðabótaskyld gagnvart öðrum eigendum og afnotahöfum fjöleignarhúss vegna fjártjóns sem verður á eignum þeirra vegna vanrækslu, mistaka eða bilunar í búnaði eða lögnum.

Lesa Meira

Ákvarðanataka í fjöleignarhúsum

Í lögum um fjöleignarhús getur að líta ítarlegar reglur um vald og heimildir húsfélaga til að taka ákvarðanir um ýmis mál sem eru bindandi fyrir eigendur.  Meginregla laganna er sú að einfaldur meirihluti eigenda geti tekið ákvarðanir um málefni fjöleignarhúss á löglega boðuðum húsfundi.  Það sama er uppi á teningnum með þessa meginreglu og aðrar meginreglur að á henni eru mjög víðtækar og veigamiklar undantekningar sem taldar eru upp í lögunum.  Undantekningar þessar ber að skoða sem tæmandi talningu og eins ber í samræmi við almenn lögskýringarsjónarmið að túlka þær þröngt með hliðsjón af meginreglunni.

Lesa Meira