Aðalfundur Húseigendafélagsins var haldinn miðvikudaginn 31. maí. Líkt og kveðið er á um í samþykktum félagsins var stjórn félagsins kjörin á fundinum, fimm aðalmenn og þrír varamenn. Var formaður félagsins kjörinn til eins árs, tveir meðstjórnendur voru kjörnir til tveggja ára og í varastjórn voru kjörnir þrír menn til eins árs í senn.
Sigurður Helgi Guðjónsson var endurkjörinn formaður Húseigendafélagsins. Þá var Gestur Óskar Magnússon einnig endurkjörinn í aðalstjórn, en Hildur Ýr Viðarsdóttir kom ný inn í aðalstjórn. Hildur tók sæti fráfarandi stjórnarmanns Þóris Sveinssonar, en Þórir var kjörinn 1. maður varastjórnar félagsins. Í varastjórn voru einnig kjörnar þær Harpa Hörn Helgadóttir og Þórhildur K. Stefánsdóttir.
Sigurður Helgi þakkaði fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf á liðnu starfsári og bauð nýja stjórn innilega velkomna til starfa á vettvangi félagsins. Af gefnu tilefni sagði Sigurður Helgi það mikið gleðiefni er að konur væru nú í fyrsta sinn í meirihluta í stjórn félagsins.
Stjórnin er þannig skipuð:
Aðalstjórn:
Sigurður Helgi Guðjónsson formaður (1 ár).
Hildur Ýr Viðarsdóttir (2 ár).
Gestur Óskar Magnússon (2 ár).
Ásta Ágústsdóttir (1 ár).
Svava Gunnarsdóttir (1 ár).
Varastjórn:
Þórir Sveinsson 1. varam. (1 ár).
Harpa Hörn Helgadóttir 2. varam. (1 ár).
Þórhildur K. Stefánsdóttir 3. varam. (1 ár).