fbpx

Ný stjórn Húseigendafélagsins kjörin (konur í meirihluta)

Aðalfundur Húseigendafélagsins var haldinn miðvikudaginn 31. maí. Líkt og kveðið er á um í  samþykktum félagsins var stjórn félagsins kjörin á fundinum, fimm aðalmenn og þrír varamenn. Var formaður félagsins kjörinn til eins árs, tveir meðstjórnendur voru kjörnir til tveggja ára og í varastjórn voru kjörnir þrír menn til eins árs í senn.

 

Sigurður Helgi Guðjónsson var endurkjörinn formaður Húseigendafélagsins. Þá var Gestur Óskar Magnússon einnig endurkjörinn í aðalstjórn, en Hildur Ýr Viðarsdóttir kom ný inn í aðalstjórn. Hildur tók sæti fráfarandi stjórnarmanns Þóris Sveinssonar, en Þórir var kjörinn 1. maður varastjórnar félagsins. Í varastjórn voru einnig kjörnar þær Harpa Hörn Helgadóttir og Þórhildur K. Stefánsdóttir.

 

Sigurður Helgi þakkaði fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf á liðnu starfsári og bauð nýja stjórn innilega velkomna til starfa á vettvangi félagsins. Af gefnu tilefni sagði Sigurður Helgi það mikið gleðiefni er að konur væru nú í fyrsta sinn í meirihluta í stjórn félagsins.

 

Stjórnin er þannig skipuð:

 

Aðalstjórn:  

Sigurður Helgi Guðjónsson formaður                   (1 ár).

Hildur Ýr Viðarsdóttir                                            (2 ár).

Gestur Óskar Magnússon                                     (2 ár).

Ásta Ágústsdóttir                                                   (1 ár).

Svava Gunnarsdóttir                                             (1 ár).

 

Varastjórn:

Þórir Sveinsson                                                     1. varam. (1 ár).

Harpa Hörn Helgadóttir                                        2. varam. (1 ár).

Þórhildur K. Stefánsdóttir                                     3. varam. (1 ár).

 

Fleiri fréttir

Aðalfundur Húseigendafélagsins

  Aðalfundur Húseigendafélagsins 2024 verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl nk. í sal Höfuðstöðvarinnar, Rafstöðvarvegi 1a, Reykjavík, og hefst hann kl. 16:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.   F.h. stjórnar

Félagsgjöld 2024

Félagsgjöld 2024 Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöld 2024 hafa verið gefnir út og sendir í heimabanka félagsmanna. Sjá má upphæðir félagsgjalda á heimasíðunni undir flipanum Þjónusta og gjaldskrár. Til að minnka pappírsnotkun