Ný stjórn Húseigendafélagsins kjörin (konur í meirihluta)

Aðalfundur Húseigendafélagsins var haldinn miðvikudaginn 31. maí. Líkt og kveðið er á um í  samþykktum félagsins var stjórn félagsins kjörin á fundinum, fimm aðalmenn og þrír varamenn. Var formaður félagsins kjörinn til eins árs, tveir meðstjórnendur voru kjörnir til tveggja ára og í varastjórn voru kjörnir þrír menn til eins árs í senn.

 

Sigurður Helgi Guðjónsson var endurkjörinn formaður Húseigendafélagsins. Þá var Gestur Óskar Magnússon einnig endurkjörinn í aðalstjórn, en Hildur Ýr Viðarsdóttir kom ný inn í aðalstjórn. Hildur tók sæti fráfarandi stjórnarmanns Þóris Sveinssonar, en Þórir var kjörinn 1. maður varastjórnar félagsins. Í varastjórn voru einnig kjörnar þær Harpa Hörn Helgadóttir og Þórhildur K. Stefánsdóttir.

 

Sigurður Helgi þakkaði fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf á liðnu starfsári og bauð nýja stjórn innilega velkomna til starfa á vettvangi félagsins. Af gefnu tilefni sagði Sigurður Helgi það mikið gleðiefni er að konur væru nú í fyrsta sinn í meirihluta í stjórn félagsins.

 

Stjórnin er þannig skipuð:

 

Aðalstjórn:  

Sigurður Helgi Guðjónsson formaður                   (1 ár).

Hildur Ýr Viðarsdóttir                                            (2 ár).

Gestur Óskar Magnússon                                     (2 ár).

Ásta Ágústsdóttir                                                   (1 ár).

Svava Gunnarsdóttir                                             (1 ár).

 

Varastjórn:

Þórir Sveinsson                                                     1. varam. (1 ár).

Harpa Hörn Helgadóttir                                        2. varam. (1 ár).

Þórhildur K. Stefánsdóttir                                     3. varam. (1 ár).

 

Fleiri fréttir

Fagnaðarfundur – Húseigendafélagið 100 ára.

Húseigendafélagið á sér langa tilvist og sögu, sem spannar nú heila öld. Það var stofnað árið 1923 og hefur starfað óslitið síðan. Upphaflega var félagið málsvari leigusala en það hefur

Garðsláttur. Að vera eða ekki vera grasasni.

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess  að ráðast til atlögu við það  með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert