fbpx

Ólögmætar greiðslur fyrrverandi formanns

Í nýlegum dómi Landréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fyrrverandi formaður húsfélags hefði með ólögmætum hætti hækkað greiðslur í hússjóð og greitt sér þóknanir fyrir störf sín. Henni var gert að endurgreiða húsfélaginu 2,7 milljónir króna. Dóminn má nálgast í heild sinni hér.

Ekki hafði verið tekin ákvörðun á húsfundi um að hækka greiðslur í hússjóð og greiða formanninum laun fyrir störf hennar. Þegar athugasemdir voru gerðar við þetta var ákvörðun um greiðslu launa til formanns borin upp til ákvörðunartöku en þá var tillögunni hafnað. Þá voru ýmsar óútskýrðar greiðslur teknar af reikningum húsfélagsins.

Dómurinn er skólabókadæmi um mikilvægi þess að haldinn sé húsfundur og ákvarðanir séu þarn teknar um öll málefni sem varða þóknanir til stjórnar húsfélags, í samræmi við lög um fjöleignarhús.

Fleiri fréttir

Aðalfundur Húseigendafélagsins

  Aðalfundur Húseigendafélagsins 2024 verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl nk. í sal Höfuðstöðvarinnar, Rafstöðvarvegi 1a, Reykjavík, og hefst hann kl. 16:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.   F.h. stjórnar