Ólögmætar greiðslur fyrrverandi formanns

Í nýlegum dómi Landréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fyrrverandi formaður húsfélags hefði með ólögmætum hætti hækkað greiðslur í hússjóð og greitt sér þóknanir fyrir störf sín. Henni var gert að endurgreiða húsfélaginu 2,7 milljónir króna. Dóminn má nálgast í heild sinni hér.

Ekki hafði verið tekin ákvörðun á húsfundi um að hækka greiðslur í hússjóð og greiða formanninum laun fyrir störf hennar. Þegar athugasemdir voru gerðar við þetta var ákvörðun um greiðslu launa til formanns borin upp til ákvörðunartöku en þá var tillögunni hafnað. Þá voru ýmsar óútskýrðar greiðslur teknar af reikningum húsfélagsins.

Dómurinn er skólabókadæmi um mikilvægi þess að haldinn sé húsfundur og ákvarðanir séu þarn teknar um öll málefni sem varða þóknanir til stjórnar húsfélags, í samræmi við lög um fjöleignarhús.

Fleiri fréttir

Endurskoðun á lögum nr. 40/2002 um fasteignakaup

Á dögunum var samþykkt á Alþingi þingályktun um ástandskýrslur fasteigna sem felur í sér endurskoðun á lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015 og lögum um fasteignakaup, nr. 40/2002.

Hamfaraframkvæmdir

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins sendi frá sér greinarkorn á dögunum um reglur viðvíkjandi viðhald og endurbætur í fjöleignarhúsum. Greinina má sjá hér að neðan.   Framkvæmdaforkar ganga af göflum.

Öfganna á milli á húsnæðismarkaði

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, ritaði á dögunum grein í Vísi um umræðuna sem verið hefur um húsnæðismarkaðinn á síðustu árum. Greinina má sjá hér að neðan.   Öfganna á