Í úrskurði Persónuverndar var íbúðareiganda talið óheimilt að setja upp eftirlitsvöktun upp á sitt einsdæmi. Eftirlitsvöktunin hafði ekki verið rædd á húsfundi og eigandinn hafði ekki sýnt fram áhættu sem að honum eða eignum hans steðjaði sem réttlætti það að svæði utan hans séreignar yrði vaktað. Úrskurðinn má nálgast í heild sinni hér.
Athugið að ef húsfélag hafi hug á að setja upp eftirlitsvöktun mælir Húseigendafélagið með að það hafi samband við Persónuvernd til að fá nánari upplýsingar um útfærslur.