Rafræn vöktun

Í úrskurði Persónuverndar var íbúðareiganda talið óheimilt að setja upp eftirlitsvöktun upp á sitt einsdæmi. Eftirlitsvöktunin hafði ekki verið rædd á húsfundi og eigandinn hafði ekki sýnt fram áhættu sem að honum eða eignum hans steðjaði sem réttlætti það að svæði utan hans séreignar yrði vaktað. Úrskurðinn má nálgast í heild sinni hér.

Athugið að ef húsfélag hafi hug á að setja upp eftirlitsvöktun mælir Húseigendafélagið með að það hafi samband við Persónuvernd til að fá nánari upplýsingar um útfærslur.

Fleiri fréttir

Fagnaðarfundur – Húseigendafélagið 100 ára.

Húseigendafélagið á sér langa tilvist og sögu, sem spannar nú heila öld. Það var stofnað árið 1923 og hefur starfað óslitið síðan. Upphaflega var félagið málsvari leigusala en það hefur

Garðsláttur. Að vera eða ekki vera grasasni.

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess  að ráðast til atlögu við það  með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert