Rafrænir húsfundir!

Þann 31. mars nk. er á þingmálaskrá á að taka fyrir frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús sem fela meðal annars í sér heimild húsfélaga til að halda rafræna húsfundi, í heild eða að hluta. Mikil þörf hefur verið fyrir þessarri lagabreytingu, sérstaklega með tilliti til Covid 19-veirunnar og fjöldatakmarkana.  Víðtæk samstaða hefur verið um lagabreytinguna og því ekkert til fyrirstöðu að lögin taki gildi án tafar.

 

Húseigendafélagið er að verða reiðubúið til að takast á við þessa nýju útfærslu af húsfundum og til að veita aðstoð við skipulagningu þeirra. Til að mynda er verið að setja upp fjarfundabúnað í húsakynnum félagsins svo að bjóða megi upp á rafræna húsfundi í húsfundaþjónustunni, sjá nánar hér.

 

 

 

 

Fleiri fréttir

Húsó 100 ára, erindi

Komið öll fagnandi og velkomin til þessa hátíðarfundar.   Sérstaklega fagna ég heiðursgesti okkar Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra en félagið og húseigendur eiga henni mikið að þakka. Mér var ungum