Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl.

Fullt nafn: Sigurður Helgi Guðjónsson.

Titill: Formaður Húseigendafélagsins.

Menntun: Embættispróf frá Háskóla Íslands 1979.

Málflutningsréttindi: Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1980. Málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti 1986.

Starfsreynsla: Fulltrúi á málflutningsskrifstofu 1979-1983. Framkvæmdarstjóri og lögfræðingur Húseigendafélagsins 1977-1985. Stundaði lögmannsstörf og rak málflutningsskrifstofu frá 1985-1992. Að nýju framkvæmdarstjóri og lögfræðingur Húseigendafélagsins frá 1993.

Önnur störf: Í vara og aðalstjórn Húseigendafélagsins frá 1979. Í jafnréttisráði frá 1982-1992. Í kærunefnd jafnréttismála frá 1992-1995. Hefur setið í ýmsum stjórnskipuðum nefndum, sem samið hafa og endurskoðað löggjöf er varða fasteignir. Er aðalhöfundur frumvarps til fjöleignarhúsalaga og húsaleigulaga. Meðhöfundur frumvarps til laga um fasteignakaup. Í stjórn lögfræðingafélagsins frá 1989-1992. Hefur ritað fjölda greina um húsnæðismál og löggjöf um fasteignir í blöð og tímarit. Hefur haldið fjölda fyrirlestra á fundum og námskeiðum um fasteignalögfræði.

Ritstörf og reynsla af kennslu/kennsla: Stundakennari við Lagadeild Háskóla Íslands. Kennari á námskeiðum fyrir löggildingu fasteignasala. Prófdómari við Lagadeild Háskóla Íslands.