fbpx

Sjálfkjörið í stjórn Húseigendafélagsins – nánari dagskrá

Með vísan til 7. gr. samþykkta Húseigendafélagsins hefur verið boðað til aðalfundar þess, sem haldinn verður á þeim stað og tíma sem hér að neðan greinir:

 

Fundarstaður:               Sal Höfuðstöðvarinnar, Rafstöðvarvegi 1a, 110 Reykjavík.

Fundartími:                  Fimmtudaginn 18. apríl 2024 kl. 16:30.

DAGSKRÁ:

 1. Setning fundar. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
 2. Formaður flytur skýrslu stjórnar og starfsemi frá síðasta aðalfundi.
 3. Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og gerir grein fyrir efnahag þess árið 2023.
 4. Umræður um liði 2 og 3.
 5. Reikningar félagsins fyrir árið 2023 bornir upp til samþykktar.
 6. Stjórnarkjör.

Þrjár framboðstillögur til stjórnar og þrjár til varastjórnar hafa borist innan frests skv. samþykktum Húseigendafélagsins. Er því sjálfkjörið í stjórn félagsins sem þannig verður skipuð næsta starfsár:

Aðalstjórn

Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður (1 ár).

Gestur Óskar Magnússon (1 ár).

Sigmundur Grétar Hermannsson (2 ár).

Andrea Sigurðardóttir (1 ár).

Sæunn Björk Þorkelsdóttir (2 ár).

 

Varastjórn

Harpa Hörn Helgadóttir (1. varamaður, 1 ár).

Einar Páll Kjærnested (2. varamaður, 1 ár).

Sara Bryndís Þórsdóttir (3. varamaður, 1 ár).

 

 1. Kjör endurskoðanda.
 2. Fjárhæð félagsgjalda fyrir árið 2024
 1. Grein gerð fyrir þóknun til stjórnar, samkvæmt ákvörðun aðalfundar 2023.
 2. Önnur mál.
 3. Fundi slitið.

Fleiri fréttir

Aðalfundur Húseigendafélagsins

  Aðalfundur Húseigendafélagsins 2024 verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl nk. í sal Höfuðstöðvarinnar, Rafstöðvarvegi 1a, Reykjavík, og hefst hann kl. 16:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.   F.h. stjórnar