fbpx

Stjórn Húseigendafélagsins kjörin, Hildur Viðarsdóttir formaður

Aðalfundur Húseigendafélagsins var haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 18. apríl. Líkt og kveðið er á um í samþykktum félagsins var stjórn félagsins kjörin á fundinum, fimm aðalmenn og þrír varamenn. Var formaður félagsins kjörinn til eins árs, þrír meðstjórnendur voru kjörnir til tveggja ára og í varastjórn voru kjörnir þrír menn til eins árs í senn.

Fundurinn markar mikil tímamót í sögu félagsins þar sem Sigurður Helgi Guðjónsson lét af störfum. Við þökkum honum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu húseigenda sl. 47 ár. Sigurður þakkaði fyrir sig og bauð nýja stjórn innilega velkomna til starfa á vettvangi félagsins.

Mikið gleðiefni er að Hildur Ýr Viðarsdóttir var kjörin formaður Húseigendafélagsins.

Stjórnin er þannig skipuð:

Aðalstjórn: 

Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður                                  (1 ár).

Gestur Óskar Magnússon                                            (1 ár).

Sigmundur Grétar Hermannsson                                 (2 ár).

Andrea Sigurðardóttir                                                  (2 ár).

Sæunn Björk Þorkelsdóttir                                           (2 ár).

 

Varastjórn:

Harpa Hörn Helgadóttir                                                  1. varam. (1 ár).

Einar Páll Kjærnested                                                       2. varam. (1 ár).

Sara Bryndís Þórsdóttir                                                    3. varam. (1 ár).

 

Fleiri fréttir

Aðalfundur Húseigendafélagsins

  Aðalfundur Húseigendafélagsins 2024 verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl nk. í sal Höfuðstöðvarinnar, Rafstöðvarvegi 1a, Reykjavík, og hefst hann kl. 16:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.   F.h. stjórnar