Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins standa að fræðslufundi fyrir fasteignaeigendur sem eru að huga að framkvæmdum. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 7. apríl kl. 10.30 til 12.00 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Auk þess er hægt að fylgjast með fundinum í streymi hér að neðan. Á fundinum verður farið yfir réttan undirbúning og þau rauðu flögg sem ber að varast í framkvæmdum.