Þingsályktunartillaga um ástandsskýrslur fasteigna

Nú á dögunum var samþykkt þingsályktunartillaga sem felur ráðherra að móta frumvarp um ástandskýrslur fasteigna. Tillagan snýr að því að ástandskýrslur fylgi söluyfirlitum allra fasteigna sem ætlaðar eru til íbúðar. Hefur þessi tillaga verið í umræðunni í rúmlega 20 ár en þá var kafli um ástandskýrslur felldur úr lögum um fasteignakaup og lögin samþykkt án reglna um ástandskýrslur. Er því um að ræða mikla réttarbót sem Húseigendafélagið fagnar mjög, en gera má ráð fyrir því að gallamálum fasteigna muni fækka verulega þar sem skýrslurnar munu auka fyrirsjáanleika og öryggi neytanda.

Fleiri fréttir

Húsó 100 ára, erindi

Komið öll fagnandi og velkomin til þessa hátíðarfundar.   Sérstaklega fagna ég heiðursgesti okkar Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra en félagið og húseigendur eiga henni mikið að þakka. Mér var ungum